Formúla 1

Petrov þarf að bæta sig hjá Renault

Vitaly Petrov hjá Renault gerði mistök í tímatökum á Spa um helgina.
Vitaly Petrov hjá Renault gerði mistök í tímatökum á Spa um helgina. Mynd: Getty Images
Rússinn Vitaly Petrov gerði afdrifarík mistök í tímatökum á Spa brautinni á laugardaginn og missti bíl sinn útaf og fékk þannig lakasta tíma allra. Hann náði þó að vinna sig upp í níunda sæti áður en yfir lauk í kappakstrinum. "Það er erfitt að fyrirgefa svona mistök, en Formúla 1 er ekki auðveld íþrótt. Hann ók mjög vel og varaðist allar gildrurnar sem rigningin framkallaði, stóð sig vel", sagði Eric Bouiller, yfirmaður Renault í frétt á autosport.com. Liðið vill þó sjá Petrov markvissari í mótum áður en hann fær framhaldssamning við hlið Robert Kubica. "Það var gott hjá honum að komast í stigasæti, miðað við hvar hann ræsti af stað, en hann þarf að komast hjá svona mistökum. Þetta minnir hann á að hann þarf að vera einbeittur", sagði Bouiller og árettaði að Petrov þyrfti að gera betur og vera traustur annar ökumaður liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×