Innlent

Lögregla skoðar myndasafn í tengslum við morðið

Víkurfréttir fjalla um málið í dag.
Víkurfréttir fjalla um málið í dag.

Fáeinum dögum eftir morðið á Hannesi Þór Helgasyni fékk lögregla afrit af myndasafni Víkurfrétta frá fjölskylduhátíð í Vogum sem fór fram kvöldið fyrir morðið. Víkurfréttir greina frá þessu í dag. Þar segir ennfremur að lögregla hafi fengið aðgang að myndunum „með það fyrir augum að finna hugsanlegan morðingja á myndunum."



Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi. Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem grunaður er um að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans aðfaranótt 15. ágúst síðastliðinn.



Gunnar Rúnar hefur ekki verið yfirheyrður frá því að hann var handtekinn á föstudag. Reiknað er með að yfirheyrslur fari fram í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×