Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði um 24 milljarða

Nokkuð gekk á gjaldeyrisforða Seðlabankans í ágústmánuði en þá rýrnaði hann um tæplega 24 milljarða króna.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans þar sem birtar hafa verið tölur um efnahag bankans. Gjaldeyrisforðinn stóð í rétt rúmum 570 milljörðum króna í lok júlí en mánuði síðar nam hann rúmlega 546 milljörðum króna.

Af öðrum stórum hreyfingum í efnahagreikningi Seðlabankans í síðasta mánuði má nefna að innistæður fjármálastofnanna minnkuðu um rúmlega 33 milljarða króna og innistæðubréf minnkuðu um tæplega 18 milljarða króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×