Fótbolti

Galliani: Beckham velkominn aftur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Beckham í leik með AC Milan.
Beckham í leik með AC Milan.

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, vonast til að David Beckham mæti aftur til AC Milan á næsta ári. Ljóst er að Beckham leikur ekki meira á þessu tímabili en hann verður frá í að minnsta kosti fjóra mánuði vegna meiðsla.

Beckham er á lánssamningi hjá AC Milan frá LA Galaxy annað tímabilið í röð. „David verður líklega frá í 5-6 mánuði. Ég sá hann þjást. Ég faðmaði hann í klefanum og sagði honum að hann væri velkominn aftur til okkar á næsta tímabili," sagði Galliani.

Beckham verður 35 ára í maí. „Hann kom til Milan til að eiga möguleika á að spila með Englandi á HM. Svonar fótboltinn því miður en Beckham hefur mikinn viljastyrk." sagði Galliani.

Sakari Orava heitir skurðlæknirinn sem framkvæmir aðgerðina á David Beckham í Finnlandi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×