Erlent

Háhyrningur drap þjálfarann sinn í SeaWorld

Dawn Brancheau hafði áratuga reynslu af að vinna með hvölum á borð við Tilikum.
Dawn Brancheau hafði áratuga reynslu af að vinna með hvölum á borð við Tilikum. MYND/AP

Háhyrningur í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída varð þjálfara sínum að bana í gær á miðri sýningu.

Þjálfarinn Dawn Brancheau, kona á fimmtugsaldri, var að útskýra fyrir áhorfendum hvað fyrir augu myndi bera á sýningunni þegar háhyrningurinn Tilikum kom aftan að henni á fullri ferð, greip með kjaftinum um mittið á henni og hristi hana. Síðan kafaði hann með konuna niður á botn laugarinnar og er hún talin hafa drukknað. Sædýrasafnið var rýmt á meðan sjúkraliðar reyndu að blása lífi í konuna en allt kom fyrir ekki. Sögum ber hins vegar ekki saman því áhorfendur segja söguna á þennan veg á meðan að talsmenn SeaWorld segja að um slys hafi verið að ræða og að konan hafi hrasað út í laugina og drukknað.

Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta sinn sem Tilikum kemst í fréttirnar því árið 1991 lést þálfari hans við svipaðar aðstæður og árið 1999 fundu starfsmenn SeaWorld lík af manni á baki dýrsins þegar þeir komu til vinnu sinnar. Sá hafði brotist inn í garðinn til þess að komast í nálægð við háhyrningana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×