Viðskipti erlent

HQ Bank tekinn til gjaldþrotaskipta í Svíþjóð

Sænski bankinn HQ Bank, sem árið 2008 keypti sænska hluta Glitnis, hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu var greint í morgun en allar tilraunir til að halda bankanum á floti hafa mistekist. HQ bankinn er fjárfestingabanki með um 20 þúsund reikninga. Um 900 einstaklingar og fyrirtæki eiga fjárhæðir á reikningum sínum sem eru hærri en þarlendi innistæðutryggingasjóðurinn stendur skil á.

Um helgina reyndi Carnegie bankinn að yfirtaka HQ eftir að sænska fjármálaeftirlitið hafði afturkallað bankaleyfi HQ en þær tilraunir voru stöðvaðar af sænska fjármálaeftirlitinu í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×