Innlent

Auðlindamálin sett á dagskrá

Kosið verður til stjórnlagaþings í síðasta lagi 31. október samkvæmt breytingatillögu meirihluta allsherjarnefndar á frumvarpi forsætisráðherra um þingið.

Meirihlutinn leggur einnig til að verksvið þingsins verði útvíkkað og því falið að fjalla um hvort, og þá hvernig, kveðið verði á um auðlinda-, umhverfismál og utanríkismál í stjórnarskránni. Að auki verður þinginu frjálst að taka upp alla aðra málaflokka sem það telur að eigi erindi í stjórnarskrá. - bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×