Töluverðar líkur á að Keflavíkurflugvelli verði lokað Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. maí 2010 14:19 Óvíst er hvort flug Icelandair haldi áætlun á morgun vegna gosösku. Mynd/ Pjetur. Töluverðar líkur eru á því að Keflavíkurflugvelli verði lokað eftir hádegi á morgun, segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair. Icelandair breytir flugáætlun síðdegis á morgun vegna óvissu um loftrými yfir Keflavíkurflugvelli. Flug Icelandair til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið er óbreytt og samkvæmt áætlun. Tveimur síðdegisflugum, flug FI 216/217 til/frá Kaupmannahafnar og FI 454/455 til/frá London hefur verið aflýst. Flugi frá Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, London, Amsterdam og Manchester/Glasgow til Íslands sem átti að koma til Keflavíkurflugvallar á bilinu klukkan 15 til 16 síðdegis á morgun verður beint til Glasgow. Nýtt flug frá Glasgow til Akureyrar fyrir þá farþega sem eru á leið til Íslands frá þessum borgum síðdegis verður sett upp og er koma þess til Akureyrar áætluð klukkan 18.30. Flug síðdegis á morgun til Boston, New York og Seattle verður frá Glasgow í stað Keflavíkurflugvallar. Nýtt flug, milli Keflavíkurflugvallar og Glasgow verður sett upp, klukkan 10.00 í fyrramálið fyrir þá sem eru á leið til Bandaríkjanna og því er í raun brottför flugsins vestur um haf flýtt um um það bil fimm klukkustundir vegna óvissunnar. „Staðan er óljós, en töluverðar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður á þessum tíma síðdegis á morgun. Því teljum við rétt að tilkynna breytinguna með þessum fyrirvara, því það er farþegum mikilvægt að geta gert viðeigandi ráðstafanir í tíma," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast með fréttum og upplýsingum um komu og brottfarartíma á www.icelandair.is og vefmiðlum því breytingar geta orðið með skömmum fyrirvara. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Töluverðar líkur eru á því að Keflavíkurflugvelli verði lokað eftir hádegi á morgun, segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair. Icelandair breytir flugáætlun síðdegis á morgun vegna óvissu um loftrými yfir Keflavíkurflugvelli. Flug Icelandair til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið er óbreytt og samkvæmt áætlun. Tveimur síðdegisflugum, flug FI 216/217 til/frá Kaupmannahafnar og FI 454/455 til/frá London hefur verið aflýst. Flugi frá Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, London, Amsterdam og Manchester/Glasgow til Íslands sem átti að koma til Keflavíkurflugvallar á bilinu klukkan 15 til 16 síðdegis á morgun verður beint til Glasgow. Nýtt flug frá Glasgow til Akureyrar fyrir þá farþega sem eru á leið til Íslands frá þessum borgum síðdegis verður sett upp og er koma þess til Akureyrar áætluð klukkan 18.30. Flug síðdegis á morgun til Boston, New York og Seattle verður frá Glasgow í stað Keflavíkurflugvallar. Nýtt flug, milli Keflavíkurflugvallar og Glasgow verður sett upp, klukkan 10.00 í fyrramálið fyrir þá sem eru á leið til Bandaríkjanna og því er í raun brottför flugsins vestur um haf flýtt um um það bil fimm klukkustundir vegna óvissunnar. „Staðan er óljós, en töluverðar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður á þessum tíma síðdegis á morgun. Því teljum við rétt að tilkynna breytinguna með þessum fyrirvara, því það er farþegum mikilvægt að geta gert viðeigandi ráðstafanir í tíma," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast með fréttum og upplýsingum um komu og brottfarartíma á www.icelandair.is og vefmiðlum því breytingar geta orðið með skömmum fyrirvara.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira