Unnusta Hannesar: Játning Gunnars gríðarlegt áfall 6. september 2010 06:00 Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað morðvopnsins í smábátahöfn Hafnafjarðar síðan morðinginn játaði glæpinn. fréttablaðið/arnþór „Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok." Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnarfirði síðan játning lá fyrir. Fatnaður hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rannsókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játningu Gunnars hafa verið gríðarlegt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heimili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morguninn úr miðbænum, án míns samþykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig," segir hún. „Gunnar var fullur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn." Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðlilega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?" segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
„Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok." Gunnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur á föstudaginn síðasta eftir að hafa setið í einangrun á Litla-Hrauni síðan hann var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald 28. ágúst. Vopnið sem Gunnar notaði til að bana Hannesi, hnífur með um 15 til 20 sentimetra löngu blaði, er enn ófundið. Kafarar frá sérsveit lögreglunnar hafa leitað hans í smábátahöfninni í Hafnarfirði síðan játning lá fyrir. Fatnaður hefur fundist í höfninni og var hann sendur til rannsóknar. Ekki er gefið hvort hann tengist rannsókninni á einhvern hátt. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikinn létti að málið sé upplýst og lögregla telji víst að Gunnar hafi verið einn að verki. Unnusta Hannesar segir játningu Gunnars hafa verið gríðarlegt áfall fyrir sig, einnig í ljósi þess að þeir Hannes höfðu verið ágætis félagar. Hún hafi verið með Hannesi til klukkan hálf þrjú á aðfaranótt, þegar hann keyrði hana niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Gunnar Rúnar, ásamt vinkonum sínum og verið með þeim um kvöldið, en Hannes farið heim til sín í Háaberg. Hún hafi vaknað næsta morgun á heimili Gunnars Rúnars, án þess að muna nokkuð hvernig hún komst þangað. „Það kemur ekkert annað til greina en að eitthvað hafi verið sett út í glasið mitt. Gunnar fer með mig heim til sín um morguninn úr miðbænum, án míns samþykkis. Mér var sagt seinna að ég hafði neitað að fara með honum þegar hann vildi draga mig með sér heim, en hann hlustaði ekki á mig," segir hún. „Gunnar var fullur að keyra og var víst hræddur um að vera stoppaður. Hann vildi ekki taka á sig krókaleið heim til Hannesar þannig að hann tók mig heim til sín í staðinn. Hann sagði mér daginn eftir að hann hafði þurft að halda á mér inn." Unnusta Hannesar vaknaði um klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum heima hjá Gunnari Rúnari. Hún gekk fram og heilsaði mömmu hans og segir allt hafa litið eðlilega út. Gunnar bauð henni far heim, sem hún þáði. Þegar í Háaberg var komið bauðst Gunnar til þess að fylgja stúlkunni inn til Hannesar, en hún afþakkaði það og sagðist þurfa að greiða sjálf úr sínum málum við Hannes og útskýra fyrir honum hvers vegna hún hefði ekki komið heim til hans um nóttina. Hún fann síðan Hannes á gólfinu þegar inn var komið og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Það sást ekki á Gunnari. Ég á ennþá svo erfitt með að trúa því að hann hafi vitað af honum liggjandi á gólfinu og samt hleypt mér inn. Hvers konar mannvonska er það?" segir hún. Gunnari Rúnari er gert að sæta geðrannsókn og er honum enn haldið í einangrun á Litla-Hrauni. sunna@frettabladid.is
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira