Íþróttamaður ársins útnefndur í 54. skiptið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2010 00:01 Ólafur Stefánsson var Íþróttamaður ársins í fyrra. Mynd/Stefán Íþróttamaður ársins 2009 verður valinn í kvöld á Grand Hótel Reykjavík og er þetta í 54. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja þann íþróttamann sem hefur skarað fram úr á árinu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Kjörinu verður lýst í kvöld klukkan 19.40 í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Áður en kjöri íþróttamanns ársins verður lýst mun ÍSÍ afhenda viðurkenningar til þeirra íþróttakarla og -kvenna hjá sérsamböndum sínum sem þótt hafa skarað fram úr á árinu 2009. Þetta verður í fimmtánda sinn sem Samtök íþróttafréttamanna og ÍSÍ standa að sameiginlegri hátíð sem nær hápunkti þegar Íþróttamaður ársins 2009 verður útnefndur. Á aðfangadag var gefið út hvaða tíu íþróttamenn urðu efstir í kjörinu. Íþróttamaður ársins 2008, Ólafur Stefánsson, er einn af þremur á topp tíu listanum sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins en Ólafur getur í kvöld orðið aðeins annar maðurinn í sögu kjörsins til þess að verða Íþróttamaður ársins í fjórða sinn. Hinir tveir á topp tíu listanum sem hafa verið kosnir Íþróttamenn ársins eru knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen (2004 og 2005) og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson (2007). Aðrir sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2009 eru Björgvin Páll Gústavsson (handbolti), Helena Sverrisdóttir (körfubolti), Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir), Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna), Jakob Jóhann Sveinsson (sund), Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) og Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna). Innlendar Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira
Íþróttamaður ársins 2009 verður valinn í kvöld á Grand Hótel Reykjavík og er þetta í 54. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja þann íþróttamann sem hefur skarað fram úr á árinu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Kjörinu verður lýst í kvöld klukkan 19.40 í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Áður en kjöri íþróttamanns ársins verður lýst mun ÍSÍ afhenda viðurkenningar til þeirra íþróttakarla og -kvenna hjá sérsamböndum sínum sem þótt hafa skarað fram úr á árinu 2009. Þetta verður í fimmtánda sinn sem Samtök íþróttafréttamanna og ÍSÍ standa að sameiginlegri hátíð sem nær hápunkti þegar Íþróttamaður ársins 2009 verður útnefndur. Á aðfangadag var gefið út hvaða tíu íþróttamenn urðu efstir í kjörinu. Íþróttamaður ársins 2008, Ólafur Stefánsson, er einn af þremur á topp tíu listanum sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins en Ólafur getur í kvöld orðið aðeins annar maðurinn í sögu kjörsins til þess að verða Íþróttamaður ársins í fjórða sinn. Hinir tveir á topp tíu listanum sem hafa verið kosnir Íþróttamenn ársins eru knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen (2004 og 2005) og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson (2007). Aðrir sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2009 eru Björgvin Páll Gústavsson (handbolti), Helena Sverrisdóttir (körfubolti), Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir), Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna), Jakob Jóhann Sveinsson (sund), Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) og Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna).
Innlendar Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira