Hrognin verða að 70 þúsund tonnum 4. desember 2010 02:45 Hjá Stofnfiski Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Stofnfisks, segir fyrirtækið flytja út um 40 milljón eldislaxahrogn. Ísland er laust við sjúkdóma sem leikið hafa eldi grátt annars staðar og því eitt fárra landa sem flytja mega út hrognin.Fréttablaðið/Stefán Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofnfisks í Hafnarfirði um 40 milljónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutnings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eldislax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluaðferðum og þá jókst áhuginn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúkdóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfiskur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkjanna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutning ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhaldandi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira varðandi sjúkdómamál.“ Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungshlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir hafbeit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Innlent Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Erlent Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Væri valdníðsla af starfsstjórn að gefa út nýtt hvalveiðileyfi Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Verðbólgan hjaðnar og hamfaraflóð á Spáni Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Sjá meira
Nýr stofn af eldislaxi í Síle sprettur að stórum hluta upp úr hrognum sem fengin eru frá Eldislaxi í Hafnarfirði. Ísland er eitt fárra landa sem geta flutt út hrogn vegna krafna sem gerðar eru um sjúkdómavarnir. Í fyrra nam útflutningur Stofnfisks í Hafnarfirði um 40 milljónum hrogna. Fram kemur á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að árleg framleiðsla nemi 50 til 70 milljónum hrogna og að 90 prósent framleiðslunnar séu til útflutnings. Að sögn Jónasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Stofnfisks, fást á milli sex og sjö hundruð milljónir króna fyrir 40 milljón hrogn. Úr slíku magni segir Jónas hægt að framleiða 60 til 70 þúsund tonn af fiski. Jónas segir að iðnaður með eldislax hafi hrunið í Síle árin 2007 og 2008 þegar þar kom upp mjög skæður veirusjúkdómur. „Það sem einkenndi iðnaðinn í Síle var hversu samþjappaður hann var og sjúkdómurinn breiddist mjög hratt út. Menn fóru svo að byggja upp aftur með því að taka inn hrein hrogn og breyta framleiðsluaðferðum og þá jókst áhuginn á okkur,“ segir hann, en hér hafi viljað svo til að nokkuð hafi verið til af hrognum og Ísland verið laust við sjúkdóminn. „Þannig að við höfum verið að flytja út til þeirra og hjálpa þeim aðeins að byggja þetta upp aftur.“ Auk útflutnings til Síle segir Jónas að Stofnfiskur hafi flutt út hrogn á markaði í Evrópu og á vesturströnd Bandaríkjanna. „Og þeir kalla ekki allt ömmu sína þegar að því kemur að leyfa innflutning.“ Stöðugur stígandi hefur verið í útflutningi Stofnfisks síðustu ár og segir Jónas útflutning ársins í ár kominn í svipaða tölu og allt árið í fyrra. Þá gerir Jónas ráð fyrir áframhaldandi vexti í útflutningi hrogna héðan. „Þetta er alþjóðamarkaður og menn eru að herða kröfurnar meira og meira varðandi sjúkdómamál.“ Stofnfiskur var stofnaður árið 1991 af Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði fyrir hönd ríkissjóðs, sem átti þrjá fjórðu í fyrirtækinu, og Silfurlaxi, sem átti fjórðungshlut. Á vef Stofnfisks kemur fram að upphaflega hafi mest áhersla verið lögð á kynbætur fyrir hafbeit, síðustu ár hafi mest áhersla verið lögð á sölu hrogna og ráðgjafarþjónustu til laxeldis. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Innlent Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Innlent Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Erlent Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framboðslistum skilað í Hörpu Væri valdníðsla af starfsstjórn að gefa út nýtt hvalveiðileyfi Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Kjörstjórn borist 26 listar Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Verðbólgan hjaðnar og hamfaraflóð á Spáni Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Sjá meira