Hvítnar ekki þótt annan sverti Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2010 10:00 Norður í Eyjafirði er stundum haft að orði að það hvítni enginn þótt annan sverti. Ritstjóri Fréttablaðsins hefur líklega ekki heyrt það. Hann svertir fjármálaráðherra landsins og þingmenn landsbyggðarkjördæmanna í skoðun miðvikudagsblaðsins fyrir Árbótarmálið. Ritstjórinn nýtur stuðnings viðskiptaráðherra í greiningu sinni, sem telur að gera þurfi landið að einu kjördæmi og losna við kjördæmapot. Hér er mikil hafvilla uppi. En fyrst um Árbótarmálið, þar er Fréttablaðið full fljótt að fella dóm. Ekki eru öll gögn komin fram og óvarlegt er að ætla að embættismaður hafi einn rétt fyrir sér. Sanngjörn blaðamennska felst í því að skoða með gagnrýnum augum báða málsaðila, líka þann sem veitir blaðinu upplýsingarnar. Fréttablaðið ætti að afla frekari gagna og skýra sjónarmið ráðuneytanna og rekstraraðila Árbótar og upplýsa hvers vegna samið var frekar en að deilan færi fyrir dómstóla. Samningaleiðin virðist ekki vera óskynsamleg miðað við framkomnar upplýsingar. Fréttablaðið mætti líka upplýsa lesendur sína um það hvers vegna varð að færa starfsemina nær höfuðborgarsvæðinu. Er Norðurlandið ekki hluti af Íslandi? En þá að kjördæmapotinu. Slíkur talsmáti felur í sér aðdróttun um yfirmáta ósanngjarna hegðun þingmanna vegna þess eins að þeir eru kosnir í kjördæmum. Vissulega geta störf þeirra stundum orkað tvímælis, en það á við um þingmenn allra kjördæma. Þingmenn kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu hvítna ekki við það að sverta landsbyggðarþingmennina. Áfram munu hagsmunir toga í ráðamenn þótt landið verði eitt kjördæmi. Það verða fleiri þingmenn af höfuðborgarsvæðinu og þar með ráða hagsmunirnir þar enn meira en nú er. Þessu vilja ritstjórinn og viðskiptaráðherrann ná fram, minni áhrifum landsbyggðarinnar. Þess vegna er verið að sverta kjördæmafyrirkomulagið og fjármálaráðherrann. Samfylkingarráðherrann ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu hvers vegna þeir styðja alls staðar kjördæmafyrirkomulag, svo sem í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, með mismunandi mikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. Hann mun fá þau svör að það sé eðlilegt og skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Norður í Eyjafirði er stundum haft að orði að það hvítni enginn þótt annan sverti. Ritstjóri Fréttablaðsins hefur líklega ekki heyrt það. Hann svertir fjármálaráðherra landsins og þingmenn landsbyggðarkjördæmanna í skoðun miðvikudagsblaðsins fyrir Árbótarmálið. Ritstjórinn nýtur stuðnings viðskiptaráðherra í greiningu sinni, sem telur að gera þurfi landið að einu kjördæmi og losna við kjördæmapot. Hér er mikil hafvilla uppi. En fyrst um Árbótarmálið, þar er Fréttablaðið full fljótt að fella dóm. Ekki eru öll gögn komin fram og óvarlegt er að ætla að embættismaður hafi einn rétt fyrir sér. Sanngjörn blaðamennska felst í því að skoða með gagnrýnum augum báða málsaðila, líka þann sem veitir blaðinu upplýsingarnar. Fréttablaðið ætti að afla frekari gagna og skýra sjónarmið ráðuneytanna og rekstraraðila Árbótar og upplýsa hvers vegna samið var frekar en að deilan færi fyrir dómstóla. Samningaleiðin virðist ekki vera óskynsamleg miðað við framkomnar upplýsingar. Fréttablaðið mætti líka upplýsa lesendur sína um það hvers vegna varð að færa starfsemina nær höfuðborgarsvæðinu. Er Norðurlandið ekki hluti af Íslandi? En þá að kjördæmapotinu. Slíkur talsmáti felur í sér aðdróttun um yfirmáta ósanngjarna hegðun þingmanna vegna þess eins að þeir eru kosnir í kjördæmum. Vissulega geta störf þeirra stundum orkað tvímælis, en það á við um þingmenn allra kjördæma. Þingmenn kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu hvítna ekki við það að sverta landsbyggðarþingmennina. Áfram munu hagsmunir toga í ráðamenn þótt landið verði eitt kjördæmi. Það verða fleiri þingmenn af höfuðborgarsvæðinu og þar með ráða hagsmunirnir þar enn meira en nú er. Þessu vilja ritstjórinn og viðskiptaráðherrann ná fram, minni áhrifum landsbyggðarinnar. Þess vegna er verið að sverta kjördæmafyrirkomulagið og fjármálaráðherrann. Samfylkingarráðherrann ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu hvers vegna þeir styðja alls staðar kjördæmafyrirkomulag, svo sem í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, með mismunandi mikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. Hann mun fá þau svör að það sé eðlilegt og skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því?
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun