Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í dag þar sem hann gagnrýndi málflutning þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna þar sem því er borið við að stór hluti þeirra gagna sem nefndin notaðist við í vinnu sinni sé trúnaðarmál og því ekki hægt að opinbera þau.
Bjarni sagði það óafsakanlegt og fráleitt að gögnin væru ekki aðgengileg til að breikka umræðuna. Hann taldi vissulega rétt að einhver hluti gagnanna væri sannarlega trúnaðarmál en það gæti ekki átt við jafn stóra hluta gagnanna og þingmannanefndin vill meira.
Hann gagnrýndi einnig að ekki væri annað á dagskrá þingsins þessa síðustu daga haustþings en skýrsla þingmannanefndarinnar.
Innlent