Lögreglan hætt rannsókn 10. júlí 2010 11:50 Björn Lárus Örvar framkvæmdastjóri ORF. Lögregla hefur hætt rannsókn á skemmdum sem aðgerðasinnar unnu á byggræktun nýsköpunarfyrirtækisins ORF Líftækni í Gunnarsholti. Skemmdirnar hljóðuðu upp á tugi milljóna króna, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir það halda ótrautt áfram þrátt fyrir áfallið. Það var í ágúst á síðasta ári sem öll tilraunaræktun fyrirtækisins í Gunnarsholti var gjöreyðilögð. Í nafnlausum pósti sem fréttastofa fékk sendan lýsti hópurinn Illgresi verknaðinum á hendur sér. Héðan í frá munu erfðabreytingar ekki fara fram á Íslandi án okkar íhlutunar, sagði í póstinum. Byggið sem aðgerðasinnarnir eyðilögðu er erfðabreytt og hefur verið í tilraunaræktun hjá ORF síðan árið 2003, en fyrirtækið getur unnið úr því prótein sem hægt er að nota í læknisfræðilegar rannsóknir, snyrtivöruiðnaðinn og lyfjaþróun. Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir skemmdarverkin hafa veitt fyrirtækinu þungar búsifjar. Það hafi seinkað niðurstöðum tilraunanna um eitt ár, auk þess sem beint tjón hafi verið nokkurt. „Já, það nemur nokkrum milljónum. 10 til tólf milljónir. En svo er ómögulegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur haft á viðskiptatækifæri. Málið var kært til lögreglu. Að sögn Björns voru einhverjir yfirheyrðir í tengslum við málið, en lítið hafi komið úr því. „Við fengum nýlega að vita að rannsókn væri lokið og gætu ekki skoðað þetta frekar eða fundið sökudólgana." Fyrirtækið hafi þó ekki lagt árar í bát. „Við ætlum að halda ótrauðir áfram," segir Björn. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Lögregla hefur hætt rannsókn á skemmdum sem aðgerðasinnar unnu á byggræktun nýsköpunarfyrirtækisins ORF Líftækni í Gunnarsholti. Skemmdirnar hljóðuðu upp á tugi milljóna króna, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir það halda ótrautt áfram þrátt fyrir áfallið. Það var í ágúst á síðasta ári sem öll tilraunaræktun fyrirtækisins í Gunnarsholti var gjöreyðilögð. Í nafnlausum pósti sem fréttastofa fékk sendan lýsti hópurinn Illgresi verknaðinum á hendur sér. Héðan í frá munu erfðabreytingar ekki fara fram á Íslandi án okkar íhlutunar, sagði í póstinum. Byggið sem aðgerðasinnarnir eyðilögðu er erfðabreytt og hefur verið í tilraunaræktun hjá ORF síðan árið 2003, en fyrirtækið getur unnið úr því prótein sem hægt er að nota í læknisfræðilegar rannsóknir, snyrtivöruiðnaðinn og lyfjaþróun. Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir skemmdarverkin hafa veitt fyrirtækinu þungar búsifjar. Það hafi seinkað niðurstöðum tilraunanna um eitt ár, auk þess sem beint tjón hafi verið nokkurt. „Já, það nemur nokkrum milljónum. 10 til tólf milljónir. En svo er ómögulegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur haft á viðskiptatækifæri. Málið var kært til lögreglu. Að sögn Björns voru einhverjir yfirheyrðir í tengslum við málið, en lítið hafi komið úr því. „Við fengum nýlega að vita að rannsókn væri lokið og gætu ekki skoðað þetta frekar eða fundið sökudólgana." Fyrirtækið hafi þó ekki lagt árar í bát. „Við ætlum að halda ótrauðir áfram," segir Björn.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira