Innlent

Sigurður enn í yfirheyrslum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Einarsson gaf sér tíma til að ræða við blaðamenn í morgun.
Sigurður Einarsson gaf sér tíma til að ræða við blaðamenn í morgun.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er enn í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara samkvæmt upplýsingum Vísis. Þar hefur hann verið frá því klukkan níu í morgun, en tveggja klukkustunda langt hlé var tekið á yfirheyrslum í hádeginu.

Sérstakur saksóknari hefur rannsakað mál hins fallna Kaupþings síðastliðna mánuði. Stjórnendur bankans eru meðal annars grunaðir um allsherjar markaðsmisnotkun í því skyni að hækka verð á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda falls hans.

Í 62. grein laga um meðferð sakamála kemur fram að skýrslutaka af manni megi ekki standa yfir lengur en í samtals tólf klukkustundir á hverjum 24 klukkustundum. Standi skýrslutaka yfir í fjórar klukkustundir, þó með stuttum hléum sé, er skylt að gera hlé á henni í minnst eina klukkustund áður en henni er fram haldið, óski skýrslugjafi þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×