Aldrei verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2010 08:15 Ólafur Björn. Stefán Garðarsson Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli. „Spennustigið hjá mér fyrir mótið er mjög gott og ég hlakka til að byrja. Ég mæti til leiks fullur sjálfstrausts og bjartsýnn. Að sjálfsögðu stefni ég að því að verja titilinn," sagði Ólafur Björn þar sem hann var við æfingar í Kiðjaberginu í gær. „Það verður óneitanlega meira pressa á mér þar sem ég hef titil að verja. Það truflar mig ekkert því ég kann ágætlega við að spila undir pressu og spila oft best þegar pressan er hvað mest." Ólafur Björn segir að það verði frábært að spila Íslandsmótið á þessum skemmtilega velli sem er umlukinn glæsilegri náttúru. „Það er ótrúlegur andi þarna á vellinum. Svo er þetta það skemmtilegt mót að það er ómögulegt annað en að njóta sín," sagði Ólafur Björn, en hverjir verða hans helstu keppinautar um helgina? „Það er ómögulegt að segja. Við eigum ótrúlegan fjölda af góðum kylfingum um þessar mundir og ég tel að það hafi aldrei áður verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi," sagði Ólafur en kylfingar munu væntanlega ekki spila í sömu blíðu og hefur verið síðustu daga enda spáð rigningu og roki um helgina. „Þetta mót mun líklega ráðast á því hver gerir fæstu mistökin. Ekki hverjir ná í flesta fuglana. Það verður nauðsynlegt að halda bolta í leik." Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli. „Spennustigið hjá mér fyrir mótið er mjög gott og ég hlakka til að byrja. Ég mæti til leiks fullur sjálfstrausts og bjartsýnn. Að sjálfsögðu stefni ég að því að verja titilinn," sagði Ólafur Björn þar sem hann var við æfingar í Kiðjaberginu í gær. „Það verður óneitanlega meira pressa á mér þar sem ég hef titil að verja. Það truflar mig ekkert því ég kann ágætlega við að spila undir pressu og spila oft best þegar pressan er hvað mest." Ólafur Björn segir að það verði frábært að spila Íslandsmótið á þessum skemmtilega velli sem er umlukinn glæsilegri náttúru. „Það er ótrúlegur andi þarna á vellinum. Svo er þetta það skemmtilegt mót að það er ómögulegt annað en að njóta sín," sagði Ólafur Björn, en hverjir verða hans helstu keppinautar um helgina? „Það er ómögulegt að segja. Við eigum ótrúlegan fjölda af góðum kylfingum um þessar mundir og ég tel að það hafi aldrei áður verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi," sagði Ólafur en kylfingar munu væntanlega ekki spila í sömu blíðu og hefur verið síðustu daga enda spáð rigningu og roki um helgina. „Þetta mót mun líklega ráðast á því hver gerir fæstu mistökin. Ekki hverjir ná í flesta fuglana. Það verður nauðsynlegt að halda bolta í leik."
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira