Enski boltinn

Ekki víst að Fabregas nái leiknum gegn Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabregas brosir ekki mjög breitt þessa dagana.
Fabregas brosir ekki mjög breitt þessa dagana.

Meiðslapésinn og fyrirliði Arsenal, Cesc Fabregas, er enn eina ferðina kominn á sjúkralista félagsins en hann meiddist í Meistaradeildarleiknum gegn Braga á dögunum.

Fabregas ætlar ekki að taka neinar áhættur með meiðslin heldur ætlar hann að hvíla þar til hann verður orðinn 100 prósent góður.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að vonast til þess að Fabregas yrði klár í leikinn gegn Man. Utd þann 13. desember. Ekki er víst að Fabregas nái þeim leik.

„Ég vil ekki setja neina dagsetningu á endurkomuna. Ég mun taka mér þann tíma sem ég þarf til þess að verða góður. Liðið stóð sig vel án mín gegn Aston Villa," sagði Fabregas sem viðurkennir að vera orðinn þreyttur á því að meiðast.

"Þetta er verulega pirrandi en ég verð að vera sterkur og halda áfram að vinna af krafti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×