Innlent

Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gísli segir niðurstöðuna koma á óvart. Mynd/ Vilhelm.
Gísli segir niðurstöðuna koma á óvart. Mynd/ Vilhelm.
„Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands.

Gísli segist síst hafa átt von á þessari niðurstöðu að héraðsdómur yrði staðfestur. „Þarna eru fimm einhuga hæstaréttardómarar að staðfesta niðurstöðuna en koma með aðrar röksemdir og í raun sterkari heldur en héraðsdómur var með," segir Gísli. Hann segir að í málið hafi skort einhverja millilendingu, kröfugerð sem hefði verið réttlát millilending.

Gísli segir einhverjar líkur vera á því að hægt sé að fara með málið til EFTA dómstólsins. „Ég vil nú ekki vekja upp of miklar væntingar. Það er hugsanleg leið að einhver neytandi láti reyna á það hvort breyting á skilmálum eftirá standist ekki evrópskar neytendareglur," segir Gísli. Það þurfi að skoða þetta mál betur. Hann segist hafa viljað að hann Hæstiréttur hefði fengið ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum og hefði sent Hæstarétti bréf um það áður en dómur var kveðinn upp.


Tengdar fréttir

Hæstiréttur kveður upp gengisdóm í dag

Það ræðst í dag hvaða vextir verða á gengistryggðum bílalánum. Hæstiréttur dæmir þá í prófmáli, en hann hafði áður dæmt gengistryggingu ólöglega.

Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans

Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×