Þeim fjölgar sem vilja afturkalla veiðiheimildir 27. september 2010 10:58 Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur birt niðurstöður könnunar þar sem spurt var um álit fólks á því að afturkalla fiskveiðiheimildir. 70,9% svarenda sögðust vera frekar eða mjög hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. 18,8% eru andvígir hugmyndunum og 10,3% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg málinu. „Þetta er nokkur breyting frá könnun MMR í febrúar 2009 þegar 61% svarenda sögðust fylgjandi afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Eins og venjulega er nokkur munur á afstöðu ólíkra hópa til málsins. „Til dæmis sögðust 82% þeirra sem eru fimmtugir og eldri vera hlynntir hugmyndinni samanborið við 71% í aldurshópnum 30-49 ára og 54% í aldurshópnum 18-29 ára. Þó ber að líta til þess að í öllum aldurshópunum voru þeir sem sögðust hlynntir hugmyndinni mun fleiri en þeir sem sögðust henni andvígir." „73,7% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu sögðust fylgjandi því að yfirvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 66,4% þeirra sem búa úti á landi," segir ennfremur. „Þá sögðust 16,0% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera andvígir hugmyndinni um endurúthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 23,3% íbúa landsbyggðarinnar. Af þeim sem styðja núverandi ríkisstjórn eru 93,3% sem sögðust hlynntir því að að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Meðal þeirra sem segjast ekki styðja ríkisstjórnina voru 51,9% sem sögðust fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 35,0% þeirra voru því andvígir." Síðan kemur í ljós verulegur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka. „Þannig sögðust 38,3% sjálfstæðismanna hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 43,4% þeirra sögðust andvígir. 59,1% framsóknarmanna sögðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 27,3% þeirra sögðust andvígir. 93% stuðningsfólks Samfylkingarinnar kvaðst fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 2,3% þess sagðist andvígt. Þá voru 95,9% Vinstri grænna hlynntir því að stjórnvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda en 1,1% voru því andvígir. Meðal þeirra sem sögðust kjósa aðra flokka en ofangreinda voru 87,2% sem kváðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 10,5% kváðust andvígir." Í tilkynningunni segir einnig að þegar litið sé til sambærilegrar könnunar frá því í febrúar 2009 kemur í ljós að stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda hefur aukist mikið meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar. „Nú segjast 93,3% þeirra sem styðja ríkisstjórnina hlynnt hugmyndinni samanborið við 74,3% í febrúar 2009. Stuðningur við hugmyndina breytist hins vegar lítillega meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn nú. Stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda eykst meðal karla og kvenna, þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og íbúa landsbyggðarinnar og í öllum aldurshópum að hópnum 18-29 ára undanskyldum." Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur birt niðurstöður könnunar þar sem spurt var um álit fólks á því að afturkalla fiskveiðiheimildir. 70,9% svarenda sögðust vera frekar eða mjög hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. 18,8% eru andvígir hugmyndunum og 10,3% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg málinu. „Þetta er nokkur breyting frá könnun MMR í febrúar 2009 þegar 61% svarenda sögðust fylgjandi afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Eins og venjulega er nokkur munur á afstöðu ólíkra hópa til málsins. „Til dæmis sögðust 82% þeirra sem eru fimmtugir og eldri vera hlynntir hugmyndinni samanborið við 71% í aldurshópnum 30-49 ára og 54% í aldurshópnum 18-29 ára. Þó ber að líta til þess að í öllum aldurshópunum voru þeir sem sögðust hlynntir hugmyndinni mun fleiri en þeir sem sögðust henni andvígir." „73,7% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu sögðust fylgjandi því að yfirvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 66,4% þeirra sem búa úti á landi," segir ennfremur. „Þá sögðust 16,0% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera andvígir hugmyndinni um endurúthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 23,3% íbúa landsbyggðarinnar. Af þeim sem styðja núverandi ríkisstjórn eru 93,3% sem sögðust hlynntir því að að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Meðal þeirra sem segjast ekki styðja ríkisstjórnina voru 51,9% sem sögðust fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 35,0% þeirra voru því andvígir." Síðan kemur í ljós verulegur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka. „Þannig sögðust 38,3% sjálfstæðismanna hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 43,4% þeirra sögðust andvígir. 59,1% framsóknarmanna sögðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 27,3% þeirra sögðust andvígir. 93% stuðningsfólks Samfylkingarinnar kvaðst fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 2,3% þess sagðist andvígt. Þá voru 95,9% Vinstri grænna hlynntir því að stjórnvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda en 1,1% voru því andvígir. Meðal þeirra sem sögðust kjósa aðra flokka en ofangreinda voru 87,2% sem kváðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 10,5% kváðust andvígir." Í tilkynningunni segir einnig að þegar litið sé til sambærilegrar könnunar frá því í febrúar 2009 kemur í ljós að stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda hefur aukist mikið meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar. „Nú segjast 93,3% þeirra sem styðja ríkisstjórnina hlynnt hugmyndinni samanborið við 74,3% í febrúar 2009. Stuðningur við hugmyndina breytist hins vegar lítillega meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn nú. Stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda eykst meðal karla og kvenna, þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og íbúa landsbyggðarinnar og í öllum aldurshópum að hópnum 18-29 ára undanskyldum."
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira