Viðskipti erlent

Actavis býður Ratiopharm upp á kauphallarskráningu

Actavis hefur boðið stjórn þýska samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm kauphallarskráningu á sameinuðu fyrirtæki fari svo að Ratiopharm samþykki Actacvis sem kaupenda. Þetta kemur fram í frétt á Reuters þar sem segir að tilboðið sé aðaltromp Actavis í baráttunni við að kaupa Ratiopharm.

Reuter vitnar í tvær heimildir í þessari frétt en í gærdag kynnti Actavis sitt kauptilboð fyrir stjórn Ratiopharm. Eins og fram hefur komið í fréttum keppir Actavis við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims um kaupin á Ratiopharm.

Deutsche Bank, aðallánadrottinn Actavis, styður við bakið á Actavis í baráttunni um Ratiopharm. Á fyrrgreindri kynningu kom fram að bankinn myndi skipta töluverðum hluta af rúmlega 4 milljarða evra skuld Actavis yfir í hlutafé og þannig lækka skuldastöðu fyrirtækisins umtalsvert.

Ennfremur kom fram að ef af samruna Actavis og Ratiopharm yrði myndi hið nýja félag verða sett á markað og kauphallarskráð eftir 5 til 8 ár. Í Reuters segir að hvorki Ratiopharm né Deutsche Bank hafi viljað tjá sig um efni kynningarfundarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×