Í tilkynningu á vef Deloitte segir að Skattadagurinn hafi verið haldinn árlega frá árinu 2004. Mjög góð þátttaka hafi verið á viðburðinum og ljóst sé að Skattadagurinn hafi fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.
Dagskrá Skattadagsins er eftirfarandi:
Opnunarávarp
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Skattalagabreytingar og skattframkvæmd - hvað er að frétta?
Haraldur Ingi Birgisson, meðeigandi og lögmaður hjá Deloitte Legal.
Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns
María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs.
Verðmætasköpun með hugvitið að vopni
Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical.
Innslög frá nýsköpunarfyrirtækjum um skattaumhverfið
Örmyndbönd.
Fundarstjórn
Heiðrún Björk Gísladóttir, lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins.
Skattadaginn má sjá í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan: