Innlent

Sigmundur Davíð: Sérkennilegt hjá Jóhönnu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Sigmundur Davíð útilokar ekki að bera fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina
Sigmundur Davíð útilokar ekki að bera fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina

Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki að þeir taki forsætisráðherra á orðinu og leggi fram vantrauststilllögu á ríkisstjórnina á Alþingi.

Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í gær fyrir aðgerðarleysi í atvinnumálum og fyrir að bregðast ekki við skuldavanda heimilanna.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vísaði þessari gagnrýni á bug og sagði að margt hefði áunnist á síðustu misserum. Jóhanna skoraði ennfremur á stjórnarandstöðuna að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir ekki útilokað að slík tillaga komi fram.

„Við höfum svosem ekki rætt það en þetta er dálítið sérkennilegt að forsætisráðherra skuli hvetja til þess að það sé borin fram vantrauststillaga á sig. Kannski bendir það til þess að hún sé ekki alltof viss með stöðu sína og vilji því nota þetta tækifæri til að þjappa liðinu að einhverju leyti saman. En ég held það væri heppilegra ef menn myndu bara allir þjappa sér saman í þingi og ræða möguleika á þjóðstjórn því er hvort eð er að vera tala um að þingið eigi alltaf að bera ábyrgð á því sem aflögu hefur farið. Þá er allteins gott að það komi allir að málum," segir Sigmundur.

Í sama streng tók Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks






Fleiri fréttir

Sjá meira


×