Segir endurskoðendur víst hafa brugðist við - fréttaskýring 16. september 2010 04:45 Gagnrýndir víða Þórir sést hér lengst til vinstri á myndinni. Við hlið hans sitja Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson. Þeir tveir sæta nú báðir ákæru fyrir misferli í kringum bankahrunið. Í skoðun er hvort einnig skuli draga einhverja endurskoðendur fyrir dóm vegna aðkomu þeirra að ýmsum málum.Fréttablaðið/vilhelm Hvernig hafa endurskoðendur horfst í augu við ábyrgð sína á bankahruninu? Formaður Félags löggiltra endurskoðenda vísar á bug þeirri gagnrýni þingmannanefndar Atla Gíslasonar að endurskoðendur hafi ekki rætt þátt sinn í bankahruninu í sínum ranni. Fjölmargt hafi verið gert undanfarin tvö ár. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru íslenskir endurskoðendur harðlega gagnrýndir. Þeir hafi ekki sinnt skyldum sínum við endurskoðun reikninga og ekki rannsakað og metið virði útlána þeirra til tengdra félaga þótt aðstæður hefðu þróast á þann veg að fullt tilefni væri til þess. Þingmannanefnd Atla Gíslasonar kveður enn fastar að orði í sinni skýrslu. Þar segir að endurskoðendur hafi augljóslega brugðist skyldum sínum og leyft vanvirðingu við lög og reglur að viðgangast allt of lengi. Þá sé það alvarlegt að þeir virðist ekki hafa rætt orsakir og afleiðingar hrunsins og aðkomu sína. Þar að auki beindi rannsóknarnefndin því til saksóknara að rannsaka þyrfti hvort endurskoðendur skyldu dregnir fyrir dóm. Eitt endurskoðunarfyrirtæki, PricewaterhouseCoopers (PwC), er þegar komið fyrir dóm, þó ekki í opinberu máli heldur einkamálinu sem Glitnir hefur höfðað á hendur svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk PwC. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað til álits fyrrverandi varaformanns siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda, sem taldi PwC hafa gerst sekt um vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis. Hjá PwC starfar Þórir H. Ólafsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, sem er ósammála þingmannanefnd Atla Gíslasonar að ekkert hafi verið gert. Ný lög um endurskoðendur hafi tekið gildi um þarsíðustu áramót á grundvelli tilskipunar frá Evrópusambandinu og þau hafi gjörbylt vinnuumhverfi og starfsháttum endurskoðenda. Allur rammi um starfsemina sé skarpari, ákvæði komin um eftirlitsskyldu endurskoðendaráðs, siðareglur og tengingu við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Í maí hafi enn fremur verið haldið málþing um rannsóknarskýrsluna. Á fyrirhugaðri afmælishátíð félagsins verði mikið rætt um hana og þá standi einnig til að taka skýrsluna til rækilegrar umfjöllunar á haustþingi sem stendur fyrir dyrum. Þar að auki hafi mikið verið rætt um málið á síðasta fundi samtaka norrænna endurskoðenda í síðasta mánuði. „Í sjálfu sér hefur því mikið verið að gerast,“ segir Þórir, og bætir við að þingmannanefnd Atla Gíslasonar hafi ekki haft samband við félagið áður en fullyrðingin var sett fram í skýrslunni. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Hvernig hafa endurskoðendur horfst í augu við ábyrgð sína á bankahruninu? Formaður Félags löggiltra endurskoðenda vísar á bug þeirri gagnrýni þingmannanefndar Atla Gíslasonar að endurskoðendur hafi ekki rætt þátt sinn í bankahruninu í sínum ranni. Fjölmargt hafi verið gert undanfarin tvö ár. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru íslenskir endurskoðendur harðlega gagnrýndir. Þeir hafi ekki sinnt skyldum sínum við endurskoðun reikninga og ekki rannsakað og metið virði útlána þeirra til tengdra félaga þótt aðstæður hefðu þróast á þann veg að fullt tilefni væri til þess. Þingmannanefnd Atla Gíslasonar kveður enn fastar að orði í sinni skýrslu. Þar segir að endurskoðendur hafi augljóslega brugðist skyldum sínum og leyft vanvirðingu við lög og reglur að viðgangast allt of lengi. Þá sé það alvarlegt að þeir virðist ekki hafa rætt orsakir og afleiðingar hrunsins og aðkomu sína. Þar að auki beindi rannsóknarnefndin því til saksóknara að rannsaka þyrfti hvort endurskoðendur skyldu dregnir fyrir dóm. Eitt endurskoðunarfyrirtæki, PricewaterhouseCoopers (PwC), er þegar komið fyrir dóm, þó ekki í opinberu máli heldur einkamálinu sem Glitnir hefur höfðað á hendur svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk PwC. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað til álits fyrrverandi varaformanns siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda, sem taldi PwC hafa gerst sekt um vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis. Hjá PwC starfar Þórir H. Ólafsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, sem er ósammála þingmannanefnd Atla Gíslasonar að ekkert hafi verið gert. Ný lög um endurskoðendur hafi tekið gildi um þarsíðustu áramót á grundvelli tilskipunar frá Evrópusambandinu og þau hafi gjörbylt vinnuumhverfi og starfsháttum endurskoðenda. Allur rammi um starfsemina sé skarpari, ákvæði komin um eftirlitsskyldu endurskoðendaráðs, siðareglur og tengingu við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Í maí hafi enn fremur verið haldið málþing um rannsóknarskýrsluna. Á fyrirhugaðri afmælishátíð félagsins verði mikið rætt um hana og þá standi einnig til að taka skýrsluna til rækilegrar umfjöllunar á haustþingi sem stendur fyrir dyrum. Þar að auki hafi mikið verið rætt um málið á síðasta fundi samtaka norrænna endurskoðenda í síðasta mánuði. „Í sjálfu sér hefur því mikið verið að gerast,“ segir Þórir, og bætir við að þingmannanefnd Atla Gíslasonar hafi ekki haft samband við félagið áður en fullyrðingin var sett fram í skýrslunni. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira