Íslenski boltinn

FH fær skoskan miðjumann til reynslu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir ætlar að kíkja á skoskan miðjumann.
Heimir ætlar að kíkja á skoskan miðjumann. Mynd/Daníel

Skoski miðjumaðurinn Kevin Nicol kemur til Íslands á laugardag og verður til reynslu hjá Íslandsmeisturum FH í næstu viku. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu FH, fhingar.net.

Um er að ræða 27 ára gamlan strák sem hefur undanfarin ár leikið í Noregi.

Hann spilaði með Mjondalen og Haugesund en hann var fyrirliði Haugesund er hann lék með félaginu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×