Fótbolti

Bert van Marwijk: Ekki hægt að bóka neitt

Elvar Geir Magnússon skrifar

Bert van Marwijk, þjálfari Hollands, segir að sitt lið geti ekki gengið að neinu vísu þegar það mætir Danmörku á heimsmeistaramótinu á morgun.

„Við berum mikla virðingu fyrir öllum mótherjum okkar og þá sérstaklega Danmörku. Við þekkjum lið þeirra vel. Það sást í leik Englands og Bandaríkjanna að það er ekki hægt að bóka neitt," sagði Markwijk.

„Það er talsverð spenna í hópnum sem verður að teljast eðlilegt þegar heimsmeistaramótið er annars vegar. Þegar menn eru spenntir eru þeir betur tilbúnir í baráttuna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×