Enski boltinn

Ferguson áfram á skilorði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Enska knattspyrnusambandið mun ekki refsa Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, vegna ummæla hans um Mark Clattenburg dómara eftir leik United og Birmingham.

Clattenburg rak Darren Fletcher af velli í leiknum og Ferguson sakaði Clattenburg um að hafa sýnt meiri linkind í leikjum fyrr í vetur.

Enska knattspyrnusambandið segir að Ferguson hafi ekki sakað Clattenburg um að vera hlutdrægur eða efast um heilindi hans. Þess vegna mun sambandið ekki grípa til neinna aðgerða.

Ferguson fékk tveggja leikja bann fyrr í vetur vegna ummæla um dómara og fær annað tveggja leikja bann verði hann aftur fundinn sekur um meiðandi ummæli í garð dómara. Þarf hann að halda skilorð í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×