Fótbolti

Ronaldo kvartar - Orðsporið fer með hann

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ronaldo fær fyrir ferðina í leiknum í gær.
Ronaldo fær fyrir ferðina í leiknum í gær. AFP
Cristiano Ronaldo kvartar og kveinar í fjölmiðlum í dag yfir meðferðinni sem hann hlaut í leiknum gegn Fílabeinsströndinni. Kappanum fannst hann ekki fá næga vernd hjá dómurunum.

Ronaldo var slakur í leiknum en hann fékk eðlilega nokkrum sinnum byltur í leiknum.

"Stundum er erfitt fyrir dómara að gefa mér aukaspyrnur af því þeir halda að ég hafi látið mig falla," sagði Ronaldo en hann telur að orðspor sitt í þeim efnum sé að fara illa með sig.

"Ég virði dómarana en ég er ekki alltaf sammála þeim af því þeir vernda ekki bestu leikmennina," sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×