Ingibjörg Sólrún: Hafði ekki forsendur til að draga orð sérfræðinga í efa 12. apríl 2010 21:02 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, er ekki talin hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi samkvæmt Rannsóknarskýrslunni. MYND/Anton Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neinar forsendur til þess að draga greiningar sérfróðra manna og eftirlitsaðila um varnir efnahagskerfisins í efa. Þá hafi hún sem utanríkisráðherrra ekki farið með efnahagsmál heldur forsætisráðherra. Þetta kemur fram í andmælabréfi hennar til Rannsóknarnefndar Alþingis sem birt er með skýrslu nefndarinnar. Ingibjörg Sólrún var ein 12 manna sem fengu bréf frá Rannsóknarnefndinni vegna rannsóknar á hugsanlegri vanrækslu í starfi. Í bréfi Rannsóknarnefndarinnar er meðal annars minnst á að Ingibjörg hafi setið nokkra fundi á fyrri hluta árs 2008 þar sem seðlabankastjóri hafi varað við stöðu fjármálakerfisins en Ingibjörg hafi sem forystumaður í ríkisstjórn ekki gripið til aðgerða. Þá hafi hún ekki gengið úr skugga um hver geta ríkissjóðs væri til að styðja fjárhagslega við bak fjármálafyrirtækja áður en hún hafi lýst því yfir sem utanríkisráðherra að staðið yrði við bakið á bönkunum. Ingibjörg Sólrún bendir á í svarbréfi sínu að hún hafi ekki verið staðgengill forsætisráðherra heldur hafi varaformaður Sjálfstæðisflokksins sinnt því hlutverki. Engin lagaleg skylda hafi hvílt á henni til þess til þess að grípa inni í málin enda ekki á verk- eða valdsviði hennar. Því sjái hún ekki hvernig nefndin geti komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi. Ingibjörg Sólrún segir enn fremur að á fundum með seðlabankastjóra í febrúar og apríl, þar sem bankastjórinn lýsti áhyggjum af stöðu fjármálakerfisins, hafi ekki verið lögð fram nein gögn eða veittar upplýsingar sem kölluðu á sérstök viðbrögð af hennar hálfu. Gögnum virðist í raun hafa verið haldið frá henni að mati Ingibjargar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neinar forsendur til þess að draga greiningar sérfróðra manna og eftirlitsaðila um varnir efnahagskerfisins í efa. Þá hafi hún sem utanríkisráðherrra ekki farið með efnahagsmál heldur forsætisráðherra. Þetta kemur fram í andmælabréfi hennar til Rannsóknarnefndar Alþingis sem birt er með skýrslu nefndarinnar. Ingibjörg Sólrún var ein 12 manna sem fengu bréf frá Rannsóknarnefndinni vegna rannsóknar á hugsanlegri vanrækslu í starfi. Í bréfi Rannsóknarnefndarinnar er meðal annars minnst á að Ingibjörg hafi setið nokkra fundi á fyrri hluta árs 2008 þar sem seðlabankastjóri hafi varað við stöðu fjármálakerfisins en Ingibjörg hafi sem forystumaður í ríkisstjórn ekki gripið til aðgerða. Þá hafi hún ekki gengið úr skugga um hver geta ríkissjóðs væri til að styðja fjárhagslega við bak fjármálafyrirtækja áður en hún hafi lýst því yfir sem utanríkisráðherra að staðið yrði við bakið á bönkunum. Ingibjörg Sólrún bendir á í svarbréfi sínu að hún hafi ekki verið staðgengill forsætisráðherra heldur hafi varaformaður Sjálfstæðisflokksins sinnt því hlutverki. Engin lagaleg skylda hafi hvílt á henni til þess til þess að grípa inni í málin enda ekki á verk- eða valdsviði hennar. Því sjái hún ekki hvernig nefndin geti komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi. Ingibjörg Sólrún segir enn fremur að á fundum með seðlabankastjóra í febrúar og apríl, þar sem bankastjórinn lýsti áhyggjum af stöðu fjármálakerfisins, hafi ekki verið lögð fram nein gögn eða veittar upplýsingar sem kölluðu á sérstök viðbrögð af hennar hálfu. Gögnum virðist í raun hafa verið haldið frá henni að mati Ingibjargar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira