Upplýsingum haldið frá stjórn í rúmt ár 15. maí 2010 08:30 Sigurður Einarsson Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. Steingrímur sætir nú farbanni líkt og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær og var úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Hreiðar Már Sigurðsson, áður forstjóri bankans, og Ingólfur Helgason, áður forstjóri á Íslandi, sitja í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í gær varðhald yfir Ingólfi samhljóða. Deildir svokallaðra eigin viðskipta voru starfandi í stóru bönkunum á Íslandi. Þær voru aðskildar frá öðrum deildum og sáu um að kaupa ýmis hlutabréf í nafni bankanna sjálfra í hagnaðarskyni. Fram hefur komið að sérstakur saksóknari rannsakar nú stórfelld uppkaup eigin viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum sjálfum, sem síðan hafi verið seld vildarvinum bankans gegn láni frá honum. Viðskiptin eru talin hafa verið gerð í þeim tilgangi að halda uppi verði hlutabréfa bankans og hafi valdið bankanum gríðarlegu fjártjóni. Fram kemur í gögnum frá sérstökum saksóknara, sem Fréttablaðið hefur séð, að áhættustýring bankans hafi á miðju ári 2007 hætt að tilgreina viðskipti með eigin hlutabréf í mánaðarlegum skýrslum til stjórnar bankans. Þannig hafi hlutabréfaeigninni, og tjóni bankans vegna þeirra viðskipta, verið leynt fyrir stjórninni. Þar segir jafnframt að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Hreiðar Már, Ingólfur og Steingrímur hafi á tímabilinu 11. ágúst 2008 til 3. október 2008, sem var síðasti dagur viðskipta með bréf í bankanum, fengið sendan tölvupóst daglega með ítarlegum upplýsingum um kaup eigin viðskipta á bréfum í bankanum. Á þessum síðustu vikum fyrir hrun náðu þau viðskipti hámarki. Þetta setur sérstakur saksóknari í samhengi við hlutabréfaeign starfsmannanna í bankanum. Allir áttu þeir hluti í bankanum, Sigurður fyrir um 8 milljarða, Hreiðar um 7 milljarða, Ingólfur um 3,7 milljarða og Steingrímur um einn og hálfan milljarð. Kaup þeirra voru að verulegu leyti fjármögnuð með lánum frá bankanum. Sérstakur saksóknari telur að með þessu hafi stjórnendur gerst sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. stigur@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar Már Sigurðsson Ingólfur Helgason Steingrímur P. Kárason Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. Steingrímur sætir nú farbanni líkt og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær og var úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Hreiðar Már Sigurðsson, áður forstjóri bankans, og Ingólfur Helgason, áður forstjóri á Íslandi, sitja í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í gær varðhald yfir Ingólfi samhljóða. Deildir svokallaðra eigin viðskipta voru starfandi í stóru bönkunum á Íslandi. Þær voru aðskildar frá öðrum deildum og sáu um að kaupa ýmis hlutabréf í nafni bankanna sjálfra í hagnaðarskyni. Fram hefur komið að sérstakur saksóknari rannsakar nú stórfelld uppkaup eigin viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum sjálfum, sem síðan hafi verið seld vildarvinum bankans gegn láni frá honum. Viðskiptin eru talin hafa verið gerð í þeim tilgangi að halda uppi verði hlutabréfa bankans og hafi valdið bankanum gríðarlegu fjártjóni. Fram kemur í gögnum frá sérstökum saksóknara, sem Fréttablaðið hefur séð, að áhættustýring bankans hafi á miðju ári 2007 hætt að tilgreina viðskipti með eigin hlutabréf í mánaðarlegum skýrslum til stjórnar bankans. Þannig hafi hlutabréfaeigninni, og tjóni bankans vegna þeirra viðskipta, verið leynt fyrir stjórninni. Þar segir jafnframt að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Hreiðar Már, Ingólfur og Steingrímur hafi á tímabilinu 11. ágúst 2008 til 3. október 2008, sem var síðasti dagur viðskipta með bréf í bankanum, fengið sendan tölvupóst daglega með ítarlegum upplýsingum um kaup eigin viðskipta á bréfum í bankanum. Á þessum síðustu vikum fyrir hrun náðu þau viðskipti hámarki. Þetta setur sérstakur saksóknari í samhengi við hlutabréfaeign starfsmannanna í bankanum. Allir áttu þeir hluti í bankanum, Sigurður fyrir um 8 milljarða, Hreiðar um 7 milljarða, Ingólfur um 3,7 milljarða og Steingrímur um einn og hálfan milljarð. Kaup þeirra voru að verulegu leyti fjármögnuð með lánum frá bankanum. Sérstakur saksóknari telur að með þessu hafi stjórnendur gerst sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. stigur@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar Már Sigurðsson Ingólfur Helgason Steingrímur P. Kárason
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“