NBA í nótt: Enn tapar Detroit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2010 11:00 Rodney Stuckey og Richard Hamilton í leiknum í nótt. Mynd/AP Detroit tapaði í nótt sínum tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið tapaði fyrir Philadelphia, 104-94. Liðinu hefur ekki gengið verr síðan í apríl árið 1994 og var þjálfari liðsins, John Kuester, ekki ánægður með sína menn. „Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að menn virtust ekki leggja allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði hann. „Við sýndum svo smá lit í seinni hálfleik en það var allt of seint." Allen Iverson gat ekki leikið með Philadelphia vegna meiðsla en hann lék um tíma með Detroit á síðasta tímabili. Philadelphia var strax með sextán stiga forystu, 26-10, eftir fyrsta leikhluta og bætti tíu stigum við þá forystu í öðrum leikhluta. Detroit náði svo aldrei að ógna forystu gestanna að ráði í síðari hálfleik. Elton Brand var stigahæstur hjá Philadelphia með 25 stig en þeir Andre Iguodala og Samuel Dalembert komu næstir með sextán stig hvor. Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Detroit og Carlos Villanueva nítján. Byrjunarliðsmennirnir skoruðu ekki nema 34 stig fyrir liðið allan leikinn. Orlando vann Atlanta, 113-81, þar sem JJ Redick skoraði sautján stig í fjarveru Vince Carter. Oklahoma City vann Indiana, 108-102. Kevin Durant skoraði 40 stig fyrir Oklahoma City sem vann sinn sjöunda sigur í síðustu níu leikjum. Charlotte vann Memphis, 89-87. Gerald Wallace tryggði sínum mönnum sigurinn í blálokinn er hann blakaði boltanum í körfuna efti rað Raymond Felton hafði reynt skot að körfunni. Chicago vann Minnesota, 110-96. Joakim Noah skoraði 20 stig og tók níu fráköst og þá var Kirk Hinrich með 20 stig og sjö stoðsendingar fyrir Chicago. Utah vann Dallas, 111-93. Deron Williams skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar fyrir Utah og þá var Carlos Boozer með fimmtán stig. Houston vann New York, 105-96. Luis Scola skoraði 23 stig og Aaron Brooks 20. Sacramento vann Denver, 102-100, þar sem Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 27 stig í leiknum. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Detroit tapaði í nótt sínum tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið tapaði fyrir Philadelphia, 104-94. Liðinu hefur ekki gengið verr síðan í apríl árið 1994 og var þjálfari liðsins, John Kuester, ekki ánægður með sína menn. „Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að menn virtust ekki leggja allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði hann. „Við sýndum svo smá lit í seinni hálfleik en það var allt of seint." Allen Iverson gat ekki leikið með Philadelphia vegna meiðsla en hann lék um tíma með Detroit á síðasta tímabili. Philadelphia var strax með sextán stiga forystu, 26-10, eftir fyrsta leikhluta og bætti tíu stigum við þá forystu í öðrum leikhluta. Detroit náði svo aldrei að ógna forystu gestanna að ráði í síðari hálfleik. Elton Brand var stigahæstur hjá Philadelphia með 25 stig en þeir Andre Iguodala og Samuel Dalembert komu næstir með sextán stig hvor. Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Detroit og Carlos Villanueva nítján. Byrjunarliðsmennirnir skoruðu ekki nema 34 stig fyrir liðið allan leikinn. Orlando vann Atlanta, 113-81, þar sem JJ Redick skoraði sautján stig í fjarveru Vince Carter. Oklahoma City vann Indiana, 108-102. Kevin Durant skoraði 40 stig fyrir Oklahoma City sem vann sinn sjöunda sigur í síðustu níu leikjum. Charlotte vann Memphis, 89-87. Gerald Wallace tryggði sínum mönnum sigurinn í blálokinn er hann blakaði boltanum í körfuna efti rað Raymond Felton hafði reynt skot að körfunni. Chicago vann Minnesota, 110-96. Joakim Noah skoraði 20 stig og tók níu fráköst og þá var Kirk Hinrich með 20 stig og sjö stoðsendingar fyrir Chicago. Utah vann Dallas, 111-93. Deron Williams skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar fyrir Utah og þá var Carlos Boozer með fimmtán stig. Houston vann New York, 105-96. Luis Scola skoraði 23 stig og Aaron Brooks 20. Sacramento vann Denver, 102-100, þar sem Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 27 stig í leiknum.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira