Næstu skref Guðmundur Steingrímsson skrifar 22. mars 2010 06:00 Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við skuldavanda heimilanna eru um margt ágætar. Yfirlýsingar ráðherra um að aðgerðarpakkinn nái að öllu leyti utan um vandann eru hins vegar í besta falli spaugilegar. Talsvert meira þarf að gera til þess að sátt geti ríkt á lánamarkaði á Íslandi og til þess að hinn ógnarstóri skuldavandi þjóðarinnar teljist að fullu leystur. Skuldavandi heimilanna er vandi af slíkri stærðargráðu að betur fer á því að tileinka sér vissa auðmýkt og minni yfirlýsingagleði í viðureigninni við hann. Nógu stórt var talað þegar síðasti aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var kynntur í október síðastliðnum. Hann náði ekki tilætluðum árangri. Betrumbætur boðaðarEn nú eru boðaðar betrumbætur. Margt í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar er afsprengi vinnubragða sem gjarnan mættu sjást víðar í stjórnmálunum um þessar mundir. Þverpólitískur samráðshópur um skuldavanda heimila og fyrirtækja hefur nú starfað um nokkurt skeið. Margar höfuðáherslur þess hóps er að finna í aðgerðarpakkanum. Þannig hefur stofnun embættis umboðsmanns skuldara, eða lántakenda, átt hljómgrunn í öllum flokkum á þingi, að því er ég best veit, og eins hefur verið nokkuð víðtækur samhljómur á meðal flokkanna um mikilvægi þess að hanna betur þá ferla sem fólki í verulegum greiðsluvanda býðst til þess að endurskipuleggja skuldir sínar. Á þessu er tekið í aðgerðarpakkanum. Mikilvægt embætti umboðsmannsÞað er mikilvægt að tala ekki niður hið nýja embætti umboðsmanns skuldara. Hugmyndin er góð. Þessu embætti verður ætlað að vera málsvari lántakenda gagnvart kröfuhöfum. Í gegnum þetta embætti munu skuldarar geta fengið úrlausn sinna vandamála, ef vel tekst til. Þessu þarf að gefa góðan sjens. Að því sögðu er þó líka mikilvægt að hafa í huga, að auðvitað verður að vakta vel hvort embættið virkar eða ekki. Margir vankantar gætu komið í ljós sem nauðsynlegt verður að sníða af. Meðal annarra fagnaðarefna í frumvarpsdrögum ráðherranna má nefna, að til stendur að taka á málum þeirra skuldara sem sitja uppi með tvær eignir, en þau mál hafa verið í pattstöðu alltof lengi. Eins eru góðar áherslur lagðar í þátt að auka möguleika á óverðtryggðum lánum. Meira þarf að gera í þeim efnum. Auk þess eru skref í átt að aukinni fjölbreytni á húsnæðismarkaði, með kaupleiguíbúðum og húsnæðissamvinnufélögum, töluvert gleðiefni. Hvar eru almennu aðgerðirnar?En kem ég nú að göllunum. Það er orðið rannsóknarefni hvað ríkisstjórnarflokkarnir virðast sýna nauðsyn almennra aðgerða í skuldamálum lítinn skilning. Lítið á að gera fyrir þann stóra hóp fólks sem ekki telst beinlínis vera í greiðsluvanda, en er þó á mörkunum. Þetta er hin stóra millistétt á Íslandi. Hrunið tók frá henni hið fjárhagslega svigrúm sem hún hafði. Ekki fyrr en vanda þessa hóps verður mætt með almennum aðgerðum, eins og leiðréttingu höfuðstóls eða öðrum slíkum, getur mögulega myndast sátt á íslenskum lánamarkaði. Hið efnahagslega markmið er líka augljóst: Þessi hópur, sem telur þorra Íslendinga, verður að losna við byrðar. Að öðrum kosti hefst ekki eðlileg neysla og fjárfesting í samfélaginu. Á að gera höggið frádráttarbært? Eina almenna aðgerðin sem ríkisstjórnin boðar er raunar algerlega þvert á þessi markmið. Hún felst í því að skattleggja afskriftir. Slík áform virka óneitanlega sem blaut tuska í andlit þeirra sem barist hafa fyrir almennri leiðréttingu á höfuðstól. Það má þó kannski freista þess að hugsa uppbyggilega og reyna að snúa þessari vondu hugmynd upp í aðra betri. Ef ríkisstjórnin vill fara í almennar aðgerðir í gegnum skattkerfið, er auðvitað fullkomlega eðlilegt að leggja til, að sú dæmalausa aukning á höfuðstól sem lántakendur tóku á sig í hruninu komi til frádráttar frá skatti. Þar gæti verið komin leið til þess að létta byrðar hrunsins af almenningi. Þetta þarf að skoða. Eitt er víst: Krafa þorra lántakenda um léttari og sanngjarnari byrðar verður bara háværari eftir því sem aðgerðarleysið í þeim efnum er meira. Næstu skref á lánamarkaði felast einkum í því að mæta þessari kröfu af röggsemi.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við skuldavanda heimilanna eru um margt ágætar. Yfirlýsingar ráðherra um að aðgerðarpakkinn nái að öllu leyti utan um vandann eru hins vegar í besta falli spaugilegar. Talsvert meira þarf að gera til þess að sátt geti ríkt á lánamarkaði á Íslandi og til þess að hinn ógnarstóri skuldavandi þjóðarinnar teljist að fullu leystur. Skuldavandi heimilanna er vandi af slíkri stærðargráðu að betur fer á því að tileinka sér vissa auðmýkt og minni yfirlýsingagleði í viðureigninni við hann. Nógu stórt var talað þegar síðasti aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var kynntur í október síðastliðnum. Hann náði ekki tilætluðum árangri. Betrumbætur boðaðarEn nú eru boðaðar betrumbætur. Margt í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar er afsprengi vinnubragða sem gjarnan mættu sjást víðar í stjórnmálunum um þessar mundir. Þverpólitískur samráðshópur um skuldavanda heimila og fyrirtækja hefur nú starfað um nokkurt skeið. Margar höfuðáherslur þess hóps er að finna í aðgerðarpakkanum. Þannig hefur stofnun embættis umboðsmanns skuldara, eða lántakenda, átt hljómgrunn í öllum flokkum á þingi, að því er ég best veit, og eins hefur verið nokkuð víðtækur samhljómur á meðal flokkanna um mikilvægi þess að hanna betur þá ferla sem fólki í verulegum greiðsluvanda býðst til þess að endurskipuleggja skuldir sínar. Á þessu er tekið í aðgerðarpakkanum. Mikilvægt embætti umboðsmannsÞað er mikilvægt að tala ekki niður hið nýja embætti umboðsmanns skuldara. Hugmyndin er góð. Þessu embætti verður ætlað að vera málsvari lántakenda gagnvart kröfuhöfum. Í gegnum þetta embætti munu skuldarar geta fengið úrlausn sinna vandamála, ef vel tekst til. Þessu þarf að gefa góðan sjens. Að því sögðu er þó líka mikilvægt að hafa í huga, að auðvitað verður að vakta vel hvort embættið virkar eða ekki. Margir vankantar gætu komið í ljós sem nauðsynlegt verður að sníða af. Meðal annarra fagnaðarefna í frumvarpsdrögum ráðherranna má nefna, að til stendur að taka á málum þeirra skuldara sem sitja uppi með tvær eignir, en þau mál hafa verið í pattstöðu alltof lengi. Eins eru góðar áherslur lagðar í þátt að auka möguleika á óverðtryggðum lánum. Meira þarf að gera í þeim efnum. Auk þess eru skref í átt að aukinni fjölbreytni á húsnæðismarkaði, með kaupleiguíbúðum og húsnæðissamvinnufélögum, töluvert gleðiefni. Hvar eru almennu aðgerðirnar?En kem ég nú að göllunum. Það er orðið rannsóknarefni hvað ríkisstjórnarflokkarnir virðast sýna nauðsyn almennra aðgerða í skuldamálum lítinn skilning. Lítið á að gera fyrir þann stóra hóp fólks sem ekki telst beinlínis vera í greiðsluvanda, en er þó á mörkunum. Þetta er hin stóra millistétt á Íslandi. Hrunið tók frá henni hið fjárhagslega svigrúm sem hún hafði. Ekki fyrr en vanda þessa hóps verður mætt með almennum aðgerðum, eins og leiðréttingu höfuðstóls eða öðrum slíkum, getur mögulega myndast sátt á íslenskum lánamarkaði. Hið efnahagslega markmið er líka augljóst: Þessi hópur, sem telur þorra Íslendinga, verður að losna við byrðar. Að öðrum kosti hefst ekki eðlileg neysla og fjárfesting í samfélaginu. Á að gera höggið frádráttarbært? Eina almenna aðgerðin sem ríkisstjórnin boðar er raunar algerlega þvert á þessi markmið. Hún felst í því að skattleggja afskriftir. Slík áform virka óneitanlega sem blaut tuska í andlit þeirra sem barist hafa fyrir almennri leiðréttingu á höfuðstól. Það má þó kannski freista þess að hugsa uppbyggilega og reyna að snúa þessari vondu hugmynd upp í aðra betri. Ef ríkisstjórnin vill fara í almennar aðgerðir í gegnum skattkerfið, er auðvitað fullkomlega eðlilegt að leggja til, að sú dæmalausa aukning á höfuðstól sem lántakendur tóku á sig í hruninu komi til frádráttar frá skatti. Þar gæti verið komin leið til þess að létta byrðar hrunsins af almenningi. Þetta þarf að skoða. Eitt er víst: Krafa þorra lántakenda um léttari og sanngjarnari byrðar verður bara háværari eftir því sem aðgerðarleysið í þeim efnum er meira. Næstu skref á lánamarkaði felast einkum í því að mæta þessari kröfu af röggsemi.Höfundur er alþingismaður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun