Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri segir söluna á Sjóvá til skoðunar

Heiðar Már Guðjónsson vill kaupa Sjóvá.
Heiðar Már Guðjónsson vill kaupa Sjóvá.

„Ferlið er í gangi og ef niðurstaðan úr því er óásættanleg fyrir Seðlabankann og almannaheill skrifa ég ekki undir, ef hún er í lagi frá þeim sjónarhóli og við náum niðurstöðu í öll mál þá skrifa ég undir."

Þetta sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á stýrivaxtafundi bankans í morgun. Eins og fréttastofa hefur greint frá fer Heiðar Már Guðjónsson fyrir hópi fjárfesta sem vill kaupa tryggingafélagið Sjóvá. Hópurinn lagði fram hæsta tilboð í félagið. Heiðar Már sagði fyrir rúmri viku að salan myndi líklegast ganga í gegn á næstu 2-3 dögum.

Svo varð ekki raunin. Seðlabankinn heldur á hlut ríkisins í tryggingafélaginu, og er þar með stærsti hluthafinn, en Íslandsbanki sér um söluferlið.

Már segist ekki geta tjáð sig að öðru leyti um söluferlið á Sjóvá. „Þegar þú ert að gera samninga er þetta ekki bara spurning um hæsta tilboð, ýmislegt annað getur komið til skoðunar," sagði Már Guðmundsson.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×