Plötusnúður í verslunarrekstri 3. desember 2010 16:30 Natalie er ánægð yfir að vera komin í verslunarrekstur en búðin Altari sérhæfir sig í gæðalegum bómullarfatnaði. Fréttablaðið/Stefán "Okkur langaði að opna búð með venjulegum fötum á góðu verði," segir Natalie Gunnarsdóttir, en hún opnaði nýverið fataverslun ásamt vinkonu sinni, Maríu Birtu, á Laugavegi 51 sem nefnist Altari. Natalie, sem flestir þekkja betur sem Dj Yamaho, ætlaði ekkert að fara í verslunarrekstur en lét til leiðast eftir að María, sem rekur verslunina Maníu, talaði hana til í að gera þetta með sér „Ég byrjaði náttúrulega 18 ára að vinna í Smash og svo fór ég yfir í Spúútnik en þar var ég í mörg ár, svo ég veit alveg hvað ég er að fara út í," segir Natalie en hún hefur gaman af því að hafa stjórn á vöruúrvalinu.Stórar ljósakrónur og viður einkenna útlit verslunarinnar. Fréttablaðið/StefánAltari einbeitir sér að undirstöðuflíkum eins og góðum bolum og peysum sem allir verða að eiga í fataskápnum að hennar sögn. „Ég er persónulega mjög hrifin af merkinu American Apparel en þeir vilja ekki senda til Íslands svo við fundum annað merki sem heitir Alternative Apparel sem býður góða vöru á góðu verði og einbeitir sér að „fair trade" verslunarháttum," segir Natalie en ásamt einföldum bómullarfatnaði frá þessu merki eru stöllurnar með gallabuxnamerkið Trip ásamt skarti, skóm og eru jafnvel að fá ilmandi líkamsolíur í næstu viku. „Við tökum gjarna við ábendingum frá fólki um góð merki sem vert er að skoða. Altari á að vera búð sem allir geta komið í og við ætlum okkar að vera í miðjunni á markaðnum," segir Natalie að lokum en búðina er að finna á Laugavegi 51. - áp Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Okkur langaði að opna búð með venjulegum fötum á góðu verði," segir Natalie Gunnarsdóttir, en hún opnaði nýverið fataverslun ásamt vinkonu sinni, Maríu Birtu, á Laugavegi 51 sem nefnist Altari. Natalie, sem flestir þekkja betur sem Dj Yamaho, ætlaði ekkert að fara í verslunarrekstur en lét til leiðast eftir að María, sem rekur verslunina Maníu, talaði hana til í að gera þetta með sér „Ég byrjaði náttúrulega 18 ára að vinna í Smash og svo fór ég yfir í Spúútnik en þar var ég í mörg ár, svo ég veit alveg hvað ég er að fara út í," segir Natalie en hún hefur gaman af því að hafa stjórn á vöruúrvalinu.Stórar ljósakrónur og viður einkenna útlit verslunarinnar. Fréttablaðið/StefánAltari einbeitir sér að undirstöðuflíkum eins og góðum bolum og peysum sem allir verða að eiga í fataskápnum að hennar sögn. „Ég er persónulega mjög hrifin af merkinu American Apparel en þeir vilja ekki senda til Íslands svo við fundum annað merki sem heitir Alternative Apparel sem býður góða vöru á góðu verði og einbeitir sér að „fair trade" verslunarháttum," segir Natalie en ásamt einföldum bómullarfatnaði frá þessu merki eru stöllurnar með gallabuxnamerkið Trip ásamt skarti, skóm og eru jafnvel að fá ilmandi líkamsolíur í næstu viku. „Við tökum gjarna við ábendingum frá fólki um góð merki sem vert er að skoða. Altari á að vera búð sem allir geta komið í og við ætlum okkar að vera í miðjunni á markaðnum," segir Natalie að lokum en búðina er að finna á Laugavegi 51. - áp
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira