Sport

Lærlingur Þóreyjar Eddu nálgast 4 metrana í stangarstökki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hulda Þorsteinsdóttir er mjög efnilegur stangarstökkvari.
Hulda Þorsteinsdóttir er mjög efnilegur stangarstökkvari. Mynd/Anton
ÍR-ingurinn Hulda Þorsteinsdóttir stökk 3,95 metra í stangarstökki á innanfélagsmóti ÍR í Laugardalshöll í gær og hefur verið að bæta sig mikið í vetur.

Hulda hefur æft undir leiðsögn Íslandsmethafans Þóreyjar Eddu Elísdóttur og er það samstarf greinilega farið að skila miklum árangri. Hún náði með þessu flotta stökki lágmarki á HM unglinga í Kanada í sumar.

Næsta takamark Huldu er að rjúfa fjögurra metra múrinn en þess má geta að hún átti góðar tilraunir við 4,05 m á þessu móti samkvæmt frétt á heimasíðu ÍR-inga. Hulda verður 19 ára á þessu ári.

Íslandsmet Þóreyjar Eddu í stangarstökki innanhúss er 4,51 m frá 10. mars 2001 en Íslandsmet Þóreyjar Eddu utanhúss er 4,60 m og var sett 17. júlí 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×