Innlent

Sigurður segist vera með hreina samvisku

Sigurður Einarsson mætti til yfirheyrslu í morgun.
Sigurður Einarsson mætti til yfirheyrslu í morgun.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara, en hann kom til landsins frá Bretlandi síðdegis i gær.

Hann gaf sér stutta stund til að ræða við blaðamenn áður en yfirheyrslan hófst. Hann sagðist vera með hreina samvisku vegna starfa sinna fyrir Kaupþing. Hann sagði að það hefði verið óskemmtileg reynsla að vera eftirlýstur hjá Interpol.

Sigurður fullyrti að það væri rangt sem hefði komið fram að hann hefði ekki sinnt fyrri kvaðningum. Hann hefði alltaf verið reiðubúinn til að koma til landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×