Handbolti

Guðmundur kallaði á Rúnar - bakslag hjá Þóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason. Mynd/Anton
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur tekið þá ákvörðun um að kalla Rúnar Kárason inní æfingarhóp Íslands fyrir Evrópumótið í handbolta í Austurríki.

Þórir Ólafsson hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa og eftir að það kom bakslag í endurkomu hans ákvað Guðmundur að taka enga áhættu og kalla á Rúnar sem er á sínu fyrsta tímabili með Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni.

Þetta þýðir að 18 menn eru í EM-hópnum sem hóf æfingar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×