Fyrrverandi ráðherrar, forstjóri FME og seðlabankastjórar sakaðir um vanrækslu Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2010 11:27 Nefndin sakar ráðherra, forstjóra FME og seðlabankastjóra um vanrækslu í starfi. Mynd/ Vilhelm. Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, segir að aðgerðir stjórnvalda hafi verið of ómarkvissar þegar harðna tók á dalnum í hagkerfinu árið 2008. Hann segir að ráðherrar hafi einblínt of mikið á ímyndavanda bankanna í stað þess að einbeita sér að því að íslenska bankakerfið hafi verið allt of stórt. Páll sagði að fyrir lægi að á fundum ríkisstjórnar Íslands hafi, allt fram að falli bankanna, lítið verið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkreppu. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson hafi sýnt af sér af sér vanrækslu. Sama eigi við um Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjórana þrjá sem störfuðu í aðdraganda falls bankanna. Þá sagði Páll að þrátt fyrir að stjórnarskráin gerði ráð fyrir því að ræða skuli mikilvæg mál í ríkisstjórn hafi þróunin orðið sú á síðustu árum að oddvitar ríkisstjórnar hafi fengið aukið vægi við ákvarðanatöku án þess að aðrir ráðherra tæku þátt í því. Páll gagnrýndi að þótt Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Geir Haarde forsætisráðherra hefðu fundað mörgum sinnum vegna vanda bankakerfisins árið 2008 hefði Björgvin G. Sigurðsson, ráðherra bankamála, ekki verið hafður með á þeim fundum. Mikið skorti á að unnið hafi verið að viðbúnaði vegna yfirvofandi efnahagsáfalls af hálfu stjórnvalda. Hins vegar tekur Rannsóknarnefndin fram að jafnvel þótt betur hefði verið vandað til verka árið 2008 hefði ef til vill ekki verið hægt að koma í veg fyrir að bankarnir féllu. Slíkur undirbúningur hefði þurft að koma til miklu fyrr. Hins vegar hefði mátt draga úr fallinu ef vandað hefði verið betur til verka árið 2008. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, segir að aðgerðir stjórnvalda hafi verið of ómarkvissar þegar harðna tók á dalnum í hagkerfinu árið 2008. Hann segir að ráðherrar hafi einblínt of mikið á ímyndavanda bankanna í stað þess að einbeita sér að því að íslenska bankakerfið hafi verið allt of stórt. Páll sagði að fyrir lægi að á fundum ríkisstjórnar Íslands hafi, allt fram að falli bankanna, lítið verið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkreppu. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson hafi sýnt af sér af sér vanrækslu. Sama eigi við um Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjórana þrjá sem störfuðu í aðdraganda falls bankanna. Þá sagði Páll að þrátt fyrir að stjórnarskráin gerði ráð fyrir því að ræða skuli mikilvæg mál í ríkisstjórn hafi þróunin orðið sú á síðustu árum að oddvitar ríkisstjórnar hafi fengið aukið vægi við ákvarðanatöku án þess að aðrir ráðherra tæku þátt í því. Páll gagnrýndi að þótt Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Geir Haarde forsætisráðherra hefðu fundað mörgum sinnum vegna vanda bankakerfisins árið 2008 hefði Björgvin G. Sigurðsson, ráðherra bankamála, ekki verið hafður með á þeim fundum. Mikið skorti á að unnið hafi verið að viðbúnaði vegna yfirvofandi efnahagsáfalls af hálfu stjórnvalda. Hins vegar tekur Rannsóknarnefndin fram að jafnvel þótt betur hefði verið vandað til verka árið 2008 hefði ef til vill ekki verið hægt að koma í veg fyrir að bankarnir féllu. Slíkur undirbúningur hefði þurft að koma til miklu fyrr. Hins vegar hefði mátt draga úr fallinu ef vandað hefði verið betur til verka árið 2008.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira