Enski boltinn

Margir slegnir og reiðir yfir brottrekstri Hughton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Peter Beardsley er tekinn við Newcastle tímabundið.
Peter Beardsley er tekinn við Newcastle tímabundið.

Peter Beardsley er tekinn við sem knattspyrnustjóri Newcastle til bráðabirgða. Hann mun halda um stjórnartaumana á meðan stjórn félagsins leitar að manni í stað Chris Hughton sem var rekinn í dag.

Beardsley er fæddur og uppalinn í Newcastle en hann lék á sínum tíma yfir 300 leiki fyrir félagið. Hann hefur það sem af er tímabili verið þjálfari varaliðs Newcastle.

„Það er erfitt fyrir leikmenn að kyngja þessu," sagði varnarmaðurinn Sol Campbell þegar hann var spurður út í brotthvarf Hughton. „Það er eðlilegt að leikmenn spyrji sig hvað sé eiginlega í gangi."

„Leikmenn voru mjög hrifnir af Hughton og hann hefur gert frábæra hluti með þetta lið. Það er óskiljanlegt að hann hafi verið rekinn."

Þegar Hughton yfirgaf St James´s Park í dag höfðu safnast saman fjöldi stuðningsmanna Newcastle og táruðust sumir þeirra. Þá loga netheimar einnig og margir furða sig á þessum brottrekstri enda talið að Hughton hafi náð að skapa sterka liðsheild hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×