Íslenski boltinn

Báðir þjálfarar FH í bann - Sektað um 22 þúsund krónur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Pétur Viðarsson, til vinstri, er einn FH-inganna fjögurra sem voru dæmdir í bann í dag.
Pétur Viðarsson, til vinstri, er einn FH-inganna fjögurra sem voru dæmdir í bann í dag. Fréttablaðið/Daníel
Fimm leikmenn og báðir þjálfarar FH voru dæmdir í leikbönn af aganefnd KSÍ í dag. Martin Pedersen er sá fyrsti sem fær leikbann fyrir fjögur gul spjöld, í sex leikjum með Val.

Hinir leikmennirnir eru Tommy Nielsen og Pétur Viðarsson úr FH, Jóhann Helgason úr Grindavík og Einar Pétursson í Fylki.

Tveir þjálfarar fara í bann, Heimir Guðjónsson þjálfari FH og aðstoðarþjálfari hans Jörundur Áki Sveinsson. Fjórmenningarnir hjá FH taka út bannið í leiknum gegn KR á mánudaginn.

Þá var sekt FH upp á 22 þúsund krónur staðfest, þar eru 10 þúsund vegna brottvísunar aðstoðarþjálfarans Jörundar Áka í leiknum gegn Blikum, 10 þúsund fyrir brottvísun Heimis gegn Fylki og 2000 krónur vegna sjö refsistiga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×