Erlent

Hundaræktarfélagið fagnar lagabreytingum um hjálparhunda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hundaræktarfélagið er ánægt með að hjálparhundar séu undanþegnir í lögum um fjölbýlishús. Mynd/ afp.
Hundaræktarfélagið er ánægt með að hjálparhundar séu undanþegnir í lögum um fjölbýlishús. Mynd/ afp.
Hundaræktarfélag Íslands lýsir yfir ánægju með nýtt frumvarp sem Guðbjartur Hannesson lagði fram á Alþingi sem kveður á um að takmarkanir á hundahaldi í fjölbýlishúsum eigi ekki við þegar um hjálparhunda er að ræða.

Félagið segist í yfirlýsingu fagna því að með frumvarpinu sé sett inn í lögin ákvæði sem felur í sér að hjálparhundar verða undanþegnir takmörkunum sem lögin feli í sér. Þetta þýði að samþykki allra íbúa þurfi ekki að koma til svo að fatlaður einstaklingur geti verið með hjálparhund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×