Skuldafyrning gæti umbylt samfélaginu 21. október 2010 05:45 horft yfir miðbæ höfuðborgarinnar Fari svo að fjármálafyrirtæki verði treg til lánveitinga sökum þess hversu auðvelt verði að gera skuldir sínar að engu mun fólk búa í minna húsnæði en áður og aka um á eldri bílum en í dag, samkvæmt framtíðarsýn greiningardeildar Arion banka.Fréttablaðið/vilhelm Stjórnarfrumvarp um styttri fyrningartíma skulda við gjaldþrot – niður í tvö ár – gæti umbylt íslensku fjármálakerfi og þjóðlífi. Þetta eru í stórum dráttum vangaveltur greiningardeildar Arion banka um frumvarp forsætis- og fjármálaráðherra sem boðað var á þriðjudag. Greiningardeildin bendir á að til skemmri tíma styrki frumvarpið stöðu skuldara, það geti komið í veg fyrir gjaldþrot og létt á skuldavanda heimilanna. Á hinn bóginn gætu margir ákveðið að fara gjaldþrotaleiðina. Við það aukist framboð á fasteignamarkaði og eftirspurn dragist saman. Það geti haft í för með sér verri eiginfjárstöðu íbúðareigenda, sem geti leitt til tregðu fjármálafyrirtækja til lánveitinga. Í kjölfarið geti gjaldþrotum fjölgað. Deildin bendir á að íslensk heimili beri ýmsar aðrar skuldir en húsnæðislán. Hafi fólk möguleika á því að þurrka út skuldir gagnvart Lánasjóði íslenskra námsmanna, kreditkortafyrirtækjum og fleiri með tveggja ára útlegð geti það haft í för með sér grundvallarbreytingar á íslenskum þjóðháttum. Í kjölfarið verði erfiðara að afla lánsfjár, meira verði um eldri bíla en nú og fólk búa í smærri íbúðum en áður. Tekið er fram í umfjölluninni að enn eigi eftir að kynna frumvarpið og því er ekki ljóst hvernig lögin verði útfærð. jonab@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Stjórnarfrumvarp um styttri fyrningartíma skulda við gjaldþrot – niður í tvö ár – gæti umbylt íslensku fjármálakerfi og þjóðlífi. Þetta eru í stórum dráttum vangaveltur greiningardeildar Arion banka um frumvarp forsætis- og fjármálaráðherra sem boðað var á þriðjudag. Greiningardeildin bendir á að til skemmri tíma styrki frumvarpið stöðu skuldara, það geti komið í veg fyrir gjaldþrot og létt á skuldavanda heimilanna. Á hinn bóginn gætu margir ákveðið að fara gjaldþrotaleiðina. Við það aukist framboð á fasteignamarkaði og eftirspurn dragist saman. Það geti haft í för með sér verri eiginfjárstöðu íbúðareigenda, sem geti leitt til tregðu fjármálafyrirtækja til lánveitinga. Í kjölfarið geti gjaldþrotum fjölgað. Deildin bendir á að íslensk heimili beri ýmsar aðrar skuldir en húsnæðislán. Hafi fólk möguleika á því að þurrka út skuldir gagnvart Lánasjóði íslenskra námsmanna, kreditkortafyrirtækjum og fleiri með tveggja ára útlegð geti það haft í för með sér grundvallarbreytingar á íslenskum þjóðháttum. Í kjölfarið verði erfiðara að afla lánsfjár, meira verði um eldri bíla en nú og fólk búa í smærri íbúðum en áður. Tekið er fram í umfjölluninni að enn eigi eftir að kynna frumvarpið og því er ekki ljóst hvernig lögin verði útfærð. jonab@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira