Árni Þór Sigurðsson: Styrkja þarf stjórnsýsluna 19. maí 2010 09:30 Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á margvíslega veikleika stjórnsýslunnar hér á landi. Stofnanir eru margar og veikburða og hið sama má segja um ráðuneytin. Að tilstuðlan ríkisstjórnarinnar var sérstakri nefnd falið að rýna í rannsóknarskýrsluna og móta tillögur um bætta stjórnsýslu í kjölfar hrunsins. Í skýrslu nefndarinnar er m.a. á það bent að framkvæmdavaldið búi við ófullnægjandi aðhald úr stjórnsýslunni, frá Alþingi, fjölmiðlum og mennta- og vísindastofnunum. Þá er undirstrikað mikilvægi þess að efla hinn pólitíska þátt innan ráðuneytanna.Fækkun ráðuneytaÞað er staðreynd að við Íslendingar þurfum nú að byggja upp samfélag á nýjum grunni og út frá gjörbreyttum aðstæðum. Þá er brýnt að við séum órög við að nálgast mál frá nýjum sjónarhornum og endurmeta afstöðu okkar til mála sem nú blasa við í allt öðru ljósi en áður var. Í mörgum tilfellum verðum við að spyrja nýrra spurninga og leita þar af leiðandi einnig nýrra svara.Íslenska stjórnsýslan þarf að gangast undir rækilega endurskoðun. Mörg ráðuneyti hafa hafið vinnu við að skoða skipulag í sínum ranni, stofnanauppbyggingu o.fl. með það að markmiði að styrkja stjórnsýsluna, ná fram aukinni hagræðingu og meiri fagmennsku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er vikið að skipan stjórnarráðsins og stefnt að fækkun ráðuneyta úr tólf í níu á kjörtímabilinu. Þar er enn fremur gerð grein fyrir því hvaða ráðuneyti gætu sameinast: 1) sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti, en samhliða stofnað umhverfis- og auðlindaráðuneyti, 2) heilbrigðisráðuneyti og félagsmála- og tryggingaráðuneyti sameinist í velferðarráðuneyti, 3) dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sameinist í innanríkisráðuneyti.Baráttumál Vinstri grænnaEðlilegt er að í kjölfar skýrslu nefndarinnar verði þessi áform tekin til endurmats, þótt áfram verði haldið við markmiðið um fækkun ráðuneyta. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að efla umhverfisráðuneytið. Það þýðir að tiltekin verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar- og iðnaðarráðuneytis færu til umhverfisráðuneytis en málefni atvinnuveganna sjálfra yrðu þá sameinuð í atvinnuvegaráðuneyti. Slík sameining hefur um langt skeið verið baráttumál Vinstri grænna. Við myndun núverandi ríkisstjórnar lagði VG einnig höfuðáherslu á þetta atriði. Í umræðunni hefur heyrst að ætlunin sé að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið eða að þetta sé hluti af aðlögunarferli gagnvart ESB-aðild. Augljóst er að ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar verður ekki lagt niður þótt verkaskiptingu milli ráðuneyta verði breytt eða heiti þeirra. Raunar má allt eins halda því fram að eitt atvinnuvegaráðuneyti geti orðið öflugur málsvari þessara mikilvægu grunnatvinnugreina, jafnvel enn sterkara en núverandi ráðuneyti þessara mála. Að svona sameining sé hluti af aðlögunarferli gagnvart ESB er órökstutt eftir því sem ég fæ best séð. Er nóg í því efni að vísa til þess að Vinstri græn hafa lengi talað fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem færi með auðlindir til lands og sjávar í þeim tilgangi að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindanna og aldrei tengt það ESB-aðild eins og nærri má geta.Stofnun velferðarráðuneytis er skynsamleg, í heilbrigðis-, félags- og tryggingamálum er um mörg mjög svo skyld verkefni að ræða, oft með mikilli skörun en slík sameining gæti skilað margvíslegum árangri, ekki síst með tilliti til þjónustunnar við almenning í landinu.Hvað stofnun innanríkisráðuneytis varðar, má benda á að samgönguráðuneyti fer með málefni siglinga og fjarskipta, flugmál og vegamál og dómsmálaráðuneyti fer með málefni Landhelgisgæslu, löggæslu, björgunarmála og almannavarna. Sveitarstjórnar- og byggðamál ásamt dóms- og mannréttindamálum kæmu þá til viðbótar inn í nýtt burðugt innanríkisráðuneyti.Tökum róttæk skrefSamhliða breytingum á stjórnarráðinu þarf að huga að fleiri þáttum. Með fækkun ráðuneyta og ráðherra þarf að styrkja hina pólitísku stjórnsýslu. Það má t.d. gera með því að í sumum ráðuneytum starfi fleiri en einn ráðherra eins og þekkist vel á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þeir gætu jafnvel farið með tiltekin málasvið innan ráðuneytisins. Hagræðingin af þessu fyrirkomulagi er að minnka yfirbyggingu, ná betri heildarsýn yfir málaflokka og skyld mál og meiri festu í stjórnsýsluna. Þá kæmi einnig til álita að fara svipaða leið og nágrannaþjóðirnar, sem festa ekki fjölda og heiti ráðuneyta í lög, heldur búa við sveigjanlegt fyrirkomulag sem getur tekið mið af áherslum og tíðaranda hverju sinni.Engum dylst að ef ráðist verður í svo yfirgripsmikla uppstokkun í stjórnarráðinu sem hér um ræðir, þarf að undirbúa slíkt vel. Vinna þarf tímasetta áætlun í samvinnu við starfsfólk og vinna að breiðri pólitískri samstöðu. Allt tekur það tíma og er mikilvægast að vanda til verka frekar en að flýta sér um of. En um leið megum við ekki óttast að taka róttæk skref í þá átt að gera stjórnsýsluna sterkari, vandaðri og árangursríkari. Í því efni verðum við fyrst og síðast að hugsa um þjónustu- og framkvæmdahlutverk stjórnsýslunnar við almenning og eftirlitshlutverk hennar í þágu þjóðarhagsmuna á grundvelli þess umboðs sem hún fær frá löggjafanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á margvíslega veikleika stjórnsýslunnar hér á landi. Stofnanir eru margar og veikburða og hið sama má segja um ráðuneytin. Að tilstuðlan ríkisstjórnarinnar var sérstakri nefnd falið að rýna í rannsóknarskýrsluna og móta tillögur um bætta stjórnsýslu í kjölfar hrunsins. Í skýrslu nefndarinnar er m.a. á það bent að framkvæmdavaldið búi við ófullnægjandi aðhald úr stjórnsýslunni, frá Alþingi, fjölmiðlum og mennta- og vísindastofnunum. Þá er undirstrikað mikilvægi þess að efla hinn pólitíska þátt innan ráðuneytanna.Fækkun ráðuneytaÞað er staðreynd að við Íslendingar þurfum nú að byggja upp samfélag á nýjum grunni og út frá gjörbreyttum aðstæðum. Þá er brýnt að við séum órög við að nálgast mál frá nýjum sjónarhornum og endurmeta afstöðu okkar til mála sem nú blasa við í allt öðru ljósi en áður var. Í mörgum tilfellum verðum við að spyrja nýrra spurninga og leita þar af leiðandi einnig nýrra svara.Íslenska stjórnsýslan þarf að gangast undir rækilega endurskoðun. Mörg ráðuneyti hafa hafið vinnu við að skoða skipulag í sínum ranni, stofnanauppbyggingu o.fl. með það að markmiði að styrkja stjórnsýsluna, ná fram aukinni hagræðingu og meiri fagmennsku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er vikið að skipan stjórnarráðsins og stefnt að fækkun ráðuneyta úr tólf í níu á kjörtímabilinu. Þar er enn fremur gerð grein fyrir því hvaða ráðuneyti gætu sameinast: 1) sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti, en samhliða stofnað umhverfis- og auðlindaráðuneyti, 2) heilbrigðisráðuneyti og félagsmála- og tryggingaráðuneyti sameinist í velferðarráðuneyti, 3) dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sameinist í innanríkisráðuneyti.Baráttumál Vinstri grænnaEðlilegt er að í kjölfar skýrslu nefndarinnar verði þessi áform tekin til endurmats, þótt áfram verði haldið við markmiðið um fækkun ráðuneyta. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að efla umhverfisráðuneytið. Það þýðir að tiltekin verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar- og iðnaðarráðuneytis færu til umhverfisráðuneytis en málefni atvinnuveganna sjálfra yrðu þá sameinuð í atvinnuvegaráðuneyti. Slík sameining hefur um langt skeið verið baráttumál Vinstri grænna. Við myndun núverandi ríkisstjórnar lagði VG einnig höfuðáherslu á þetta atriði. Í umræðunni hefur heyrst að ætlunin sé að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið eða að þetta sé hluti af aðlögunarferli gagnvart ESB-aðild. Augljóst er að ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar verður ekki lagt niður þótt verkaskiptingu milli ráðuneyta verði breytt eða heiti þeirra. Raunar má allt eins halda því fram að eitt atvinnuvegaráðuneyti geti orðið öflugur málsvari þessara mikilvægu grunnatvinnugreina, jafnvel enn sterkara en núverandi ráðuneyti þessara mála. Að svona sameining sé hluti af aðlögunarferli gagnvart ESB er órökstutt eftir því sem ég fæ best séð. Er nóg í því efni að vísa til þess að Vinstri græn hafa lengi talað fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem færi með auðlindir til lands og sjávar í þeim tilgangi að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindanna og aldrei tengt það ESB-aðild eins og nærri má geta.Stofnun velferðarráðuneytis er skynsamleg, í heilbrigðis-, félags- og tryggingamálum er um mörg mjög svo skyld verkefni að ræða, oft með mikilli skörun en slík sameining gæti skilað margvíslegum árangri, ekki síst með tilliti til þjónustunnar við almenning í landinu.Hvað stofnun innanríkisráðuneytis varðar, má benda á að samgönguráðuneyti fer með málefni siglinga og fjarskipta, flugmál og vegamál og dómsmálaráðuneyti fer með málefni Landhelgisgæslu, löggæslu, björgunarmála og almannavarna. Sveitarstjórnar- og byggðamál ásamt dóms- og mannréttindamálum kæmu þá til viðbótar inn í nýtt burðugt innanríkisráðuneyti.Tökum róttæk skrefSamhliða breytingum á stjórnarráðinu þarf að huga að fleiri þáttum. Með fækkun ráðuneyta og ráðherra þarf að styrkja hina pólitísku stjórnsýslu. Það má t.d. gera með því að í sumum ráðuneytum starfi fleiri en einn ráðherra eins og þekkist vel á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þeir gætu jafnvel farið með tiltekin málasvið innan ráðuneytisins. Hagræðingin af þessu fyrirkomulagi er að minnka yfirbyggingu, ná betri heildarsýn yfir málaflokka og skyld mál og meiri festu í stjórnsýsluna. Þá kæmi einnig til álita að fara svipaða leið og nágrannaþjóðirnar, sem festa ekki fjölda og heiti ráðuneyta í lög, heldur búa við sveigjanlegt fyrirkomulag sem getur tekið mið af áherslum og tíðaranda hverju sinni.Engum dylst að ef ráðist verður í svo yfirgripsmikla uppstokkun í stjórnarráðinu sem hér um ræðir, þarf að undirbúa slíkt vel. Vinna þarf tímasetta áætlun í samvinnu við starfsfólk og vinna að breiðri pólitískri samstöðu. Allt tekur það tíma og er mikilvægast að vanda til verka frekar en að flýta sér um of. En um leið megum við ekki óttast að taka róttæk skref í þá átt að gera stjórnsýsluna sterkari, vandaðri og árangursríkari. Í því efni verðum við fyrst og síðast að hugsa um þjónustu- og framkvæmdahlutverk stjórnsýslunnar við almenning og eftirlitshlutverk hennar í þágu þjóðarhagsmuna á grundvelli þess umboðs sem hún fær frá löggjafanum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun