Innlent

Einungis 140 fengið sértæka skuldaaðlögun

Sigríður Mogensen skrifar
Einar K. Guðfinnsson spurði um skuldaaðlögun.
Einar K. Guðfinnsson spurði um skuldaaðlögun.
Í byrjun nóvember höfðu einungis 140 manns fengið sértæka skuldaaðlögun. Rúmlega 2400 einstaklingar voru með lán sín í frystingu á sama tíma. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns á Alþingi.

Um þrjú þúsund einstaklingar hafa fengið leiðréttingu á höfuðstól lána sinna í bönkum og sparisjóðum og nemur heildarfjárhæð þeirrar skuldalækkunar um 12 milljörðum króna. Þá hafa rúmlega 1.600 manns fengið afskrifaðar skuldir eftir svokallaðri 110% leið og hefur það leitt til afskrifta upp á 8 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×