Innlent

Ekkert ferðaveður og búist við stormi

Ekkert ferðaveður er á landinu í dag og búist er við stormi.

Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt víða 18 til 25 metrum á sekúntu upp úr hádegi.

Él og síðar snjókoma um landið norðanvert, en stöku él sunnantil. Dregur úr vindi seint í kvöld, fyrst austantil.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vegir séu auðir á Suðurlandi.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum eru vegir að mestu auðir en farið er að élja. Mjög hvasst er á Bröttubrekku.

Éljagangur er á Norðurlandi vestra en ekki mikið farið að festa á vegi. Töluvert meiri úrkoma er við Eyjafjörð og í Þingeyjasýslum. Stórhríð er á Mývatnsöræfum og Hólasandi. Þá er óveður bæði á Hálsum og Sandvíkurheiði.

Það er Stórhríð á Vopnafjarðarheiði og óveður á Vatnsskarði eystra en veður er heldur að lagast á Fjarðarheiðinni. Þar er þó enn mjög blint og mokstur í biðstöðu. Annarsstaðar á Austurlandi er viðunandi ferðaveður og vegir færir.

Fylgjast má með veðurspá á heimasíðu Veðurstofunnar: vedur.is

Á vef Vegagerðarinnar er síðan að finna upplýsingar um færð: vegagerdin.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×