Íslenski boltinn

Grindvíkingar án þriggja lykilmanna í fyrsta leik Ólafs Arnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það mæðir mikið á Jósef Kristni Jósefssyni í kvöld.
Það mæðir mikið á Jósef Kristni Jósefssyni í kvöld. Mynd/Vilhelm
Grindvíkingar verða án þriggja mjög sterkra leikmanna í fyrsta leik Ólafs Arnar Bjarnason sem þjálfara liðsins en Grindvíkinga sækja Blika heima á Kópavogsvöllinni í 7. umferð Pepsi-deild karla í kvöld.

Jóhann Helgason er í leikbanni í leiknum á móti Breiðabliki í kvöld eftir að hafa fengið rautt spjald á móti ÍBV og þá kemur það fram á heimasíðu Grindvíkinga að Scott Ramsey og Grétar Hjartarson séu meiddir.

Grindavík hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum á tímabilinu og alls tíu deildarleikjum í röð því liðið tapaði einni fjórum síðustu leikjum sínum í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili.

„Scott Ramsey meiddist í bikarleik gegn Þór og hefur gengið erfiðlega að fá bót meina sinna og óvíst um framhaldið en hann fékk slæmt högg á lærið. Þá meiddist Grétar í baki í síðasta leik gegn ÍBV en talið en hann verði klár í næsta leik gegn Haukum. Jafnframt glíma fleiri leikmenn liðsins við meiðsli," segir á heimasíðu Grindvíkinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×