Viðskipti innlent

Heiðar Már kvartar til umboðsmanns Alþingis

Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ófaglegra vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá, eins og hann orðar það.

Í grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að synjun bankans á tilboði hans í félagið kunni að baka Seðlabankanum skaðabótaskyldu.

Þá hafi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA ríkjanna gert athugasemd við eignarhald ríkisins á félaginu og að niðurstaða málsins sé sorgleg fyrir íslenskt efnahagslíf, sem hafi mikla þörf fyrir endurreisn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×