Rétt meðhöndlun á jólatré - myndir 1. janúar 2010 00:01 Til þess að tryggja að jólatréð nái að taka til sín vatn er ráðlagt að saga þunna sneið neðan af stofninum, enda þarf oft að rétta stofninn af áður en trénu er stungið í jólatrésfótinn. Mikil meirihluti heimila landsins eru með „lifandi" jólatré og vilja að þau haldist falleg öll jólin og felli sem minnst barr. Hann Bjarni í „jólatrésskógi" Blómvals ráðleggur okkur að bleyta jólatréð vel áður en það er tekið inn,m ef þess er kostur, því það gefur meiri barrheldni.Gæta þarf þess að vera með hæfilega stóran jólatrésfót, sem samvarar stærð trésins.Til þess að tryggja að jólatréð nái að taka til sín vatn er ráðlagt að saga þunna sneið neðan af stofninum, enda þarf oft að rétta stofninn af áður en trénu er stungið í jólatrésfótinn. Með því að dýfa endanum niður í sjóðandi vatn þegar búið er að saga af stofninum er æðarnar í stofninum víkkaðar út og tréð á auðveldara með að taka til sín vatn. Þetta á sérstaklega við um íslenska rauðgrenið. Gæta þarf þess að vera með hæfilega stóran jólatrésfót, sem samvarar stærð trésins, þannig að það standi örugglega þegar það er komið inn í stofu. Skýringar má sjá á meðfylgjandi myndum.1. Hér eru jólatrésfótur og tré tilbúin að fara inn í stofu.2. Byrjað er á að saga þunna sneið neðan af stofninum, bæði til að rétta stofninn af þannig að hann felli rétt ofan í fótinn og eins til að örva vatnsupptökuna.3. Stilliskrúfurnar eru hertar jafn að til þess að tréð sandi beint í fætinum.4. Gæta þarf þess að herða skrúfurnar jafnt.5. Þegar búið er að reisa tré upp er lokastillingin framkvæmd.6. Jólatréð tilbúið að fara inn í stofu. Jólafréttir Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin
Mikil meirihluti heimila landsins eru með „lifandi" jólatré og vilja að þau haldist falleg öll jólin og felli sem minnst barr. Hann Bjarni í „jólatrésskógi" Blómvals ráðleggur okkur að bleyta jólatréð vel áður en það er tekið inn,m ef þess er kostur, því það gefur meiri barrheldni.Gæta þarf þess að vera með hæfilega stóran jólatrésfót, sem samvarar stærð trésins.Til þess að tryggja að jólatréð nái að taka til sín vatn er ráðlagt að saga þunna sneið neðan af stofninum, enda þarf oft að rétta stofninn af áður en trénu er stungið í jólatrésfótinn. Með því að dýfa endanum niður í sjóðandi vatn þegar búið er að saga af stofninum er æðarnar í stofninum víkkaðar út og tréð á auðveldara með að taka til sín vatn. Þetta á sérstaklega við um íslenska rauðgrenið. Gæta þarf þess að vera með hæfilega stóran jólatrésfót, sem samvarar stærð trésins, þannig að það standi örugglega þegar það er komið inn í stofu. Skýringar má sjá á meðfylgjandi myndum.1. Hér eru jólatrésfótur og tré tilbúin að fara inn í stofu.2. Byrjað er á að saga þunna sneið neðan af stofninum, bæði til að rétta stofninn af þannig að hann felli rétt ofan í fótinn og eins til að örva vatnsupptökuna.3. Stilliskrúfurnar eru hertar jafn að til þess að tréð sandi beint í fætinum.4. Gæta þarf þess að herða skrúfurnar jafnt.5. Þegar búið er að reisa tré upp er lokastillingin framkvæmd.6. Jólatréð tilbúið að fara inn í stofu.
Jólafréttir Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin