Handbolti

Góður sigur hjá Löwen gegn Celje Lasko

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur er allur að koma til sem eru frábær tíðindi fyrir landsliðið.
Guðjón Valur er allur að koma til sem eru frábær tíðindi fyrir landsliðið.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sín fyrstu mörk á handboltavellinum í tíu mánuði í dag er hann skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann nauman sigur á Celje Lasko, 33-32, í Meistaradeildinni.

Ólafur Stefánsson skoraði einnig þrjú mörk fyrir Löwen og Róbert Gunnarsson skoraði eitt.

Löwen á er á toppi síns riðils með tíu stig eins og Kiel sem mætir Barcelona á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×