Fótbolti

Markahæsti leikmaður Serie-A á bekknum í kvöld?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Antonio byrjar líklega á bekknum í kvöld.
Antonio byrjar líklega á bekknum í kvöld.
Marcelo Lippi mun að öllum líkindum ekki nota lang markahæsta mann Serie-A deildarinnar í opnunarleik Heimsmeistaranna gegn Paragvæ í kvöld.

Antonio Di Natale skoraði 29 mörk í deildinni fyrir Udinese en á æfingu í gær var Alberto Gilardino notaður fremstur í þriggja manna sóknarlínu, með Simone Pepe hægra megin og Vincenzo Iaquinta vinstra megin.

Gilardino skoraði fimmtán mörk í deildinni.

Aðspurður um hvort þetta yrði raunin í fyrsta leiknum brást Lippi illa við. "Ef þið skiljið ekki uppstillinguna ættuð þið að hætta að vinna sem blaðamenn," sagði þjálfarinn.

"Í alvöru, hvaða afsökun hafið þið? Ég segi ykkur hvort sem er ekkert. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem vita ekki sjálfir hvernig byrjunarliðið verður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×