Íslenski boltinn

Eyþór Helgi: Það er allt að smellpassa hjá okkur

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Eyþór Helgi skoraði fyrir Eyjamenn í dag.
Eyþór Helgi skoraði fyrir Eyjamenn í dag.
„Góð þrjú stig. Að sigra Grindvíkinga hér á sjómannadaginn er magnað, gerist ekki betra," sagði Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður ÍBV, eftir sigur gegn Grindavík en liðin mættust í Pepsi-deild karla fyrr í dag.

Eyþór Helgi átti góðan leik í liði Eyjamanna en hann skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum.

„Við áttum að vera búnir að klára þá í fyrriháfleik þar sem við sköpuðum okkur fleiri færi en þeir. En við vorum líka heppnir að fá ekki mörk í bakið því þeir fengu fín færi. Heilt yfir þá vorum við betri og áttum þetta skilið," sagði Eyþór.

„Það er allt að smellpassa hjá okkur og höfum sloppið við mikil meiðsli í sumar. Við erum ánægðir með þetta."

Eyþór var tekinn útaf þegar að korter var eftir af leiknum en hann virtist ekki alveg sáttur við þessa ákvörðun þjálfarans.

„Ég var nú ekkert brjálaður, maður vill bara alltaf spila allan leikinn og maður á aldrei að vilja fara útaf vellinum," sagði Eyþór brosandi í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×